Konurnar sem skráðu sig á spjöld sögunnar í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2022 17:28 Magnea Gná Jóhannsdóttir skipaði 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík. Hún er yngsti borgarfulltrúi sögunnar. Og Arna Lára Jónsdóttir er fyrsta konan sem verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/vilhelm Tímamót urðu á að minnsta kosti tveimur vígstöðvum eftir að talið var upp úr kjörkössunum í nótt. Yngsti borgarfulltrúi sögunnar náði kjöri í Reykjavík og gamalreyndur bæjarfulltrúi verður fyrst kvenna bæjarstjóri á Ísafirði. Þær eru spenntar fyrir komandi verkefnum. Af 23 borgarfulltrúum í Reykjavík koma níu nýir inn eftir nóttina. Þeirra á meðal er Magnea Gná Jóhannsdóttir sem var 25 ára og 41 dags á kjördag, og sló þar með fyrra met Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sósíalista sem varð yngst allra til að ná kjöri í borgarstjórn fyrir fjórum árum. „Ég er full þakklætis fyrir traustinu sem mér er sýnt og ég vona að ég geti sinnt málefnum ungs fólks sem ég náttúrulega brenn fyrir og geti gert gott fyrir unga fólkið okkar sem mun erfa ákvarðanir dagsins í dag,“ segir Magnea. Hún viðurkennir að niðurstöðurnar hafi að sumu leyti komið henni á óvart. En fólk hafi greinilega verið tilbúið í breytingar. Og hún er til í slaginn. „Ég er að fara í próf á fimmtudaginn, þannig að næstu dagar fara í smá próflestur, og svo bara spjall við fólkið sem er með mér núna í borgarstjórnarflokk og sjá hvort við finnum út úr þessu mögulega meirihlutasamstarfi.“ Stórmerkilegt að kona hafi ekki stjórnað áður Á Ísafirði náði Ísafjarðarlistinn hreinum meirihluta með fimm mönnum - og í baráttusætinu sat bæjarfulltrúi með fjögur kjörtímabil að baki. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjórnarefni flokksins og reiknar með að taka við starfinu innan tveggja vikna. „Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa í gegnum tíðina farið saman þannig að við vissum að það yrði erfitt að komast upp á milli þeirra, þannig að við yrðum að treysta á okkur sjálf. Og það tókst,“ segir Arna Lára. Hún er fyrsta konan til að verða bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar - og þykir tilhugsunin skemmtileg. „Það er auðvitað 2022 og það er stórmerkilegt að það hafi ekki verið kona bæjarstjóri áður í Ísafjarðarbæ. En það er semsagt raunin og mér þykir það mikill heiður að ég fái að vera sú kona.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Af 23 borgarfulltrúum í Reykjavík koma níu nýir inn eftir nóttina. Þeirra á meðal er Magnea Gná Jóhannsdóttir sem var 25 ára og 41 dags á kjördag, og sló þar með fyrra met Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sósíalista sem varð yngst allra til að ná kjöri í borgarstjórn fyrir fjórum árum. „Ég er full þakklætis fyrir traustinu sem mér er sýnt og ég vona að ég geti sinnt málefnum ungs fólks sem ég náttúrulega brenn fyrir og geti gert gott fyrir unga fólkið okkar sem mun erfa ákvarðanir dagsins í dag,“ segir Magnea. Hún viðurkennir að niðurstöðurnar hafi að sumu leyti komið henni á óvart. En fólk hafi greinilega verið tilbúið í breytingar. Og hún er til í slaginn. „Ég er að fara í próf á fimmtudaginn, þannig að næstu dagar fara í smá próflestur, og svo bara spjall við fólkið sem er með mér núna í borgarstjórnarflokk og sjá hvort við finnum út úr þessu mögulega meirihlutasamstarfi.“ Stórmerkilegt að kona hafi ekki stjórnað áður Á Ísafirði náði Ísafjarðarlistinn hreinum meirihluta með fimm mönnum - og í baráttusætinu sat bæjarfulltrúi með fjögur kjörtímabil að baki. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjórnarefni flokksins og reiknar með að taka við starfinu innan tveggja vikna. „Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa í gegnum tíðina farið saman þannig að við vissum að það yrði erfitt að komast upp á milli þeirra, þannig að við yrðum að treysta á okkur sjálf. Og það tókst,“ segir Arna Lára. Hún er fyrsta konan til að verða bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar - og þykir tilhugsunin skemmtileg. „Það er auðvitað 2022 og það er stórmerkilegt að það hafi ekki verið kona bæjarstjóri áður í Ísafjarðarbæ. En það er semsagt raunin og mér þykir það mikill heiður að ég fái að vera sú kona.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36
Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37
„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02