„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2022 12:02 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er keikur þó tap blasi við flokknum að loknum sveitarstjórnarkosningum. Hann vill meina að tapið sé miklu minna en umræðan gefur til kynna. Vísir/Vilhelm Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meira að segja í Garðabæ, höfuðvígi flokksins, en Bjarni Benediktsson formaður flokksins mætti ekki brotinn í Silfur Ríkisútvarpsins, nema síður sé. Sjálfstæðisflokkurinn með 110 bæjarfulltrúa á landsvísu Bjarni var hinn brattasti. Sagði jú vissulega að þar hefðu þau gjarnan viljað vera yfir 50 prósentunum eins og raun varð, en sjö bæjarfulltrúar af ellefu sé frábær árangur hvernig sem á það er litið og í hvaða samhengi sem er. Bjarni sagði að ef litið sé til landsins í heild sinni og „þessi framboð“ ólíkra flokka undir einhverjum listabókstöfum eru sett til hliðar þá sé staðreynd málsins sú að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tapa sex fulltrúm á landsvísu. „Og er með 110 bæjarfulltrúa sem er 40 prósentum meira en Framsókn, það sé fjórum sinnum meira en Samfylkingin. Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu,“ sagði Bjarni sem vildi meina að tapið væri fráleitt eins mikið og umræðan beri með sér. Foringjar ríkisstjórnarinnar auk Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar, voru mættir til Egils Helgasonar hjá Ríkissjónvarpinu til að fara yfir stöðuna að loknum sveitarstjórnarkosningum. „Fjórflokkurinn í öllu sínu veldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna, við það tækifæri. Allt samkvæmt áætlun hjá Framsóknarflokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins reyndi ekki að leyna ánægju sinni enda erfitt annað. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og bætti við sig 22 fulltrúum frá síðustu kosningum. Sigurður Ingi sagðist sammála, að um væri að ræða stórkostlegan árangur síns flokks á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. En þetta væri ekkert endilega óvænt. Hann upplýsti að það hafi verið verkefni Framsóknarmanna í langan tíma að styrkja stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu án þess að það „komi niður á landsbyggðinni“. Vinstri græn riðu ekki feitum hesti frá þessum kosningum en Katrín benti á að Vinstri græn væru víða í hópi blandaðra framboða um landið og þau séu sátt við sinn árangur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira,“ sagði Katrín en vildi minna á að síðustu sveitarstjórnarkosningar hefðu reynst Vinstri grænum afar erfiðar og í því samhengi væri þetta ekki svo slæmt. Þannig fundu allir foringjar stjórnmálaflokkanna jákvæðar hliðar á niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga fyrir sig og sína, eins og venju ber til. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meira að segja í Garðabæ, höfuðvígi flokksins, en Bjarni Benediktsson formaður flokksins mætti ekki brotinn í Silfur Ríkisútvarpsins, nema síður sé. Sjálfstæðisflokkurinn með 110 bæjarfulltrúa á landsvísu Bjarni var hinn brattasti. Sagði jú vissulega að þar hefðu þau gjarnan viljað vera yfir 50 prósentunum eins og raun varð, en sjö bæjarfulltrúar af ellefu sé frábær árangur hvernig sem á það er litið og í hvaða samhengi sem er. Bjarni sagði að ef litið sé til landsins í heild sinni og „þessi framboð“ ólíkra flokka undir einhverjum listabókstöfum eru sett til hliðar þá sé staðreynd málsins sú að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tapa sex fulltrúm á landsvísu. „Og er með 110 bæjarfulltrúa sem er 40 prósentum meira en Framsókn, það sé fjórum sinnum meira en Samfylkingin. Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu,“ sagði Bjarni sem vildi meina að tapið væri fráleitt eins mikið og umræðan beri með sér. Foringjar ríkisstjórnarinnar auk Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar, voru mættir til Egils Helgasonar hjá Ríkissjónvarpinu til að fara yfir stöðuna að loknum sveitarstjórnarkosningum. „Fjórflokkurinn í öllu sínu veldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna, við það tækifæri. Allt samkvæmt áætlun hjá Framsóknarflokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins reyndi ekki að leyna ánægju sinni enda erfitt annað. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og bætti við sig 22 fulltrúum frá síðustu kosningum. Sigurður Ingi sagðist sammála, að um væri að ræða stórkostlegan árangur síns flokks á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. En þetta væri ekkert endilega óvænt. Hann upplýsti að það hafi verið verkefni Framsóknarmanna í langan tíma að styrkja stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu án þess að það „komi niður á landsbyggðinni“. Vinstri græn riðu ekki feitum hesti frá þessum kosningum en Katrín benti á að Vinstri græn væru víða í hópi blandaðra framboða um landið og þau séu sátt við sinn árangur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira,“ sagði Katrín en vildi minna á að síðustu sveitarstjórnarkosningar hefðu reynst Vinstri grænum afar erfiðar og í því samhengi væri þetta ekki svo slæmt. Þannig fundu allir foringjar stjórnmálaflokkanna jákvæðar hliðar á niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga fyrir sig og sína, eins og venju ber til.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira