Fótbolti

Gunnhildur Yrsa og Óttar Magnús á skotskónum í Bandaríkjunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gunnhildur Yrsa í leik með Orlando Pride.
Gunnhildur Yrsa í leik með Orlando Pride. Jeremy Reper/ISI Photos/Getty Images

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í bandarísku deildunum í fótbolta í nótt. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Óttar Magnús Karlsson reimuðu bæði á sig skotskóna.

Gunnhildur Yrsa skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Orlando Pride er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Kansas City Current. Gestirnir frá Kansas snéru leiknum sér í hag á lokamínútunum, en Toni Pressley bjargaði stigi fyrir Orlando með marki af vítapunktinum á sjöttu mínútu uppbótartíma.

Í MLS deildinni var Þorleifur Jónsson í byrjunarliði Houston Dynamo er liðið vann 2-0 sigur gegn Nashville SC. 

Þorleifur og félagar tóku forystuna snemma leiks, en þurftu að spila seinasta klukkutíman manni færri eftir að Adam Lundqvist nældi sér í beint rautt spjald.

Liðsmunurinn kom þó ekki að sök því heimamenn í Houston bættu öðru marki við í síðari hálfleik og unnu sterkan 2-0 sigur.

Að lokum hélt Óttar Magnús Karlsson áfram að skora í USL deildinni þegar hann kom Oakland Roots í forystu gegn Las Vegas Lights strax á þriðju mínútu leiksins. Heimamenn í Las Vegas jöfnuðu hins vegar metin á 24. mínútu og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×