Á vef Bolungarvíkur segir að 404 hafi kosið á kjörfundi í gær og áttatíu utan kjörfundar.
- D-listi fékk 218 atkvæði
- K-listi fékk 251 atkvæði
- Auðir seðlar voru 8 og ógildir seðlar voru 7.
Samkvæmt þessum úrslitum verður bæjarstjórn Bolungarvíkur skipuð á eftirfarandi hátt:
- 1. sæti K-listi Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir
- 2. sæti D-listi Baldur Smári Einarsson
- 3. sæti K-listi Magnús Ingi Jónsson
- 4. sæti D-listi Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir
- 5. sæti K-listi Ástrós Þóra Valsdóttir
- 6. sæti D-listi Kristján Jón Guðmundsson
- 7. sæti K-listi Olga Agata Tabaka
Kjósendur á kjörskrá fyrir Bolungarvík í sveitarstjórnarkosningum 2022 voru 697 og alls kusu 484 sem er 69,4 prósent kjörsókn.