Innlent

Sjálf­stæðis­menn misstu meiri­hluta sinn í Bolungar­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. Vísir/Arnar

K-listi Máttar meyja og manna vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bolungarvík í gær og tryggði sér fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn náðu inn þremur mönnum og er því ljóst að flokkurinn hefur misst meirihluta sinn í sveitarstjórn.

Á vef Bolungarvíkur segir að 404 hafi kosið á kjörfundi í gær og áttatíu utan kjörfundar.

  • D-listi fékk 218 atkvæði
  • K-listi fékk 251 atkvæði
  • Auðir seðlar voru 8 og ógildir seðlar voru 7.

Samkvæmt þessum úrslitum verður bæjarstjórn Bolungarvíkur skipuð á eftirfarandi hátt:

  • 1. sæti K-listi Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir
  • 2. sæti D-listi Baldur Smári Einarsson
  • 3. sæti K-listi Magnús Ingi Jónsson
  • 4. sæti D-listi Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir
  • 5. sæti K-listi Ástrós Þóra Valsdóttir
  • 6. sæti D-listi Kristján Jón Guðmundsson
  • 7. sæti K-listi Olga Agata Tabaka

Kjósendur á kjörskrá fyrir Bolungarvík í sveitarstjórnarkosningum 2022 voru 697 og alls kusu 484 sem er 69,4 prósent kjörsókn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.