Fótbolti

Xavi gefur sögusögnum um Lewandowski undir fótinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Markamaskína
Markamaskína vísir/getty

Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski mun gera allt sem í hans valdi stendur til að losna frá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen í sumar.

Lewandowski hefur sjálfur sagt frá því og forsvarsmenn félagsins hafa staðfest að þessi 33 ára gamli markahrókur hafi óskað eftir sölu í sumar. Bæjarar hafa þó minnt á að Lewandowski eigi eitt ár eftir af samningi sínum og það komi ekki til greina að hleypa honum auðveldlega í burtu.

Barcelona er talinn líklegasti áfangastaður Lewandowski.

Xavi, stjóri Barcelona, virðist spenntur fyrir því að fá Lewandowski en hann skoraði 35 mörk í 34 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.