Innlent

Veðjaði í fyrsta skiptið á sigur Sjálf­stæðis­flokksins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Silja Rán Arnarsdóttir hafði aldrei veðjað áður en hún sá stuðulinn á sigri Sjálfstæðismanna í borginni.
Silja Rán Arnarsdóttir hafði aldrei veðjað áður en hún sá stuðulinn á sigri Sjálfstæðismanna í borginni. Stöð 2

Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru í miklum gír á Hilton í kvöld. Fyrstu tölur hafa enn ekki borist í Reykjavík en gestir eru þó vongóðir.

Silja Rán Arnarsdóttir, einn stuðningsmanna flokksins, dansaði við ljúfa tóna frá Eyjólfi Kristjánssyni þegar fréttastofa náði tali af henni.

Aðspurð segir hún að stemningin á Hilton sé góð.

„Ég held að hún sé bara ljómandi góð. Loksins kemst borgin aftur þar sem hún á að vera. Nei ég er að djóka.“

Silja er svo viss um gott gengi flokksins í kosningunum að hún ákvað að veðja á það.

„Ég setti að minnsta kosti 100 evrur á að þetta myndi ganga þannig ég vona það. Ég hef aldrei gert það áður, ég bara bjó til aðgang þegar ég sá stuðulinn um að Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn. Þannig ég bara hjólaði í það. “

Þegar Silja var spurð hvort hún ætlaði að djamma langt fram á nótt var hún hikandi en tók ekki langan tíma í að ákveða sig.

„Ég veit það ekki, maður er búin að vera að græja í allan dag sko, það er ákveðin þreyta. Neinei, jújú, fulla ferð.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×