Innlent

Oddviti H-listans í skýjunum með söguleg úrslit

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti H-listans, er í skýjunum með lokatölur kvöldsins. Á myndinni með honum er Hildur Stefánsdóttir.
Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti H-listans, er í skýjunum með lokatölur kvöldsins. Á myndinni með honum er Hildur Stefánsdóttir. Vísir/Einar Árnason

Niðurstöður kosninganna á Svalbarðshreppi og Langanesbyggðar liggja fyrir en H-listi Betri byggðar hlaut 204 atkvæði (58,9%) en L-listi Framtíðarlistans 142 atkvæði (41,1%)

Segja má að þetta séu sögulegar lokatölur því þetta eru fyrstu sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi. Íbúar Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna tveggja 26. mars síðastliðinn.

Fréttastofa sló á þráðinn til Sigurðar Þórs Guðmundssonar, oddvita H-listans, í tilefni af góðu gengi í kosningunum. Hann var að vonum afar ánægður með niðurstöðuna. 

„Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir okkur. Við áttum greinilega erindi.“

Sigurður sagði að það væri mikið forgangsverkefni að klára sameiningu sveitarfélaganna.

„Nú ríður á að vanda sig. Sameiningin þýðir að við erum að stórbæta fjárhag okkar en um leið erum við að takast á við mjög kostnaðarsöm verkefni í framtíðinni og það skiptir máli að halda vel uta um þetta og halda góðri stöðu.“

Fyrir utan sameiningu sveitarfélaga sagði Sigurður að framundan væri mikil uppbygging. Fjölga þyrfti bæði íbúðum og atvinnutækifærum.

Fylgst er með nýjustu tíðindum um allt land í kosningavaktinni á Vísi.


Tengdar fréttir

Tvö ný sveitar­fé­lög urðu til í gær

Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×