Fótbolti

Venezia fallið eftir jafntefli gegn Roma

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/Getty

Íslendingalið Venezia er fallið úr ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að einni umferð sé enn ólokið.

Venezia þurfti á kraftaverki að halda í síðustu tveimur umferðunum en í kvöld heimsótti liðið Roma.

Venezia komst yfir strax á fyrstu mínútu leiksins þegar David Okereke skoraði. 

Eftir hálftíma leik fékk Sofian Kiyine að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og einum færri tókst Venezia ekki að halda út.

Eldor Shomurodov jafnaði metin á 76.mínútu og reyndust lokatölur leiksins 1-1.

Fjölmargir Íslendingar eru á mála hjá Venezia en hafa lítið sem ekkert komið við sögu með aðalliðinu á tímabilinu og var enginn íslenskur leikmaður í leikmannahópi liðsins í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.