Hvetur fólk til að kjósa með innsæinu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 14:55 Dóra Björt á kjörstað í dag. Vísir/Bebbý Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í borginni, segir kosningabaráttuna hafa verið skemmtilega og einstakan tíma í sínu lífi. Hún eignaðist barn fyrir tveimur vikum. Hún mætti á kjörstað í Ráðhúsinu um klukkan hálf þrjú í dag og var barnið með í fyrsta göngutúr þess. „Dagurinn leggst mjög vel í mig. Þetta er spennandi dagur. Það er alltaf hátíðlegt að mæta á kjörstað og taka þátt í lýðræðinu,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttastofu. Píratar hafa komið vel út í skoðanakönnunum og Dóra Björt segir það mjög ánægjulegt að finna fyrir þessum meðbyr. Það skipti þó máli að fólk mæti og kjósi. „Ef þú mætir ekki á kjörstað, þá mun einhver annar kjósa og velja fyrir þig,“ sagði hún og hvatti fólk til að kjósa með innsæinu. Spurð út í það hvað gerist ef meirihlutinn falli og hverjum Píratar séu tilbúnir til að starfa með, sagði Dóra Björt flokkinn tilbúinn til að starfa með öllum þeim sem væru tilbúnir til að vinna að baráttumálum Pírata. Eitt þeirra helsta baráttumál væri að berjast gegn spillingu. „Við getum bara unnið með þeim sem eru trúverðugir í því samhengi og því höfum við útilokað Sjálfstæðisflokkinn, einn flokka í rauninni,“ sagði Dóra Björt. „Öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með.“ Reynist Píratar sigurvegarar þessa kosninga sagðist Dóra Björt tilbúin til að axla þá ábyrgð að taka að sér embætti borgarstjóra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum. 14. maí 2022 13:12 Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57 Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. 14. maí 2022 11:57 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Hún mætti á kjörstað í Ráðhúsinu um klukkan hálf þrjú í dag og var barnið með í fyrsta göngutúr þess. „Dagurinn leggst mjög vel í mig. Þetta er spennandi dagur. Það er alltaf hátíðlegt að mæta á kjörstað og taka þátt í lýðræðinu,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttastofu. Píratar hafa komið vel út í skoðanakönnunum og Dóra Björt segir það mjög ánægjulegt að finna fyrir þessum meðbyr. Það skipti þó máli að fólk mæti og kjósi. „Ef þú mætir ekki á kjörstað, þá mun einhver annar kjósa og velja fyrir þig,“ sagði hún og hvatti fólk til að kjósa með innsæinu. Spurð út í það hvað gerist ef meirihlutinn falli og hverjum Píratar séu tilbúnir til að starfa með, sagði Dóra Björt flokkinn tilbúinn til að starfa með öllum þeim sem væru tilbúnir til að vinna að baráttumálum Pírata. Eitt þeirra helsta baráttumál væri að berjast gegn spillingu. „Við getum bara unnið með þeim sem eru trúverðugir í því samhengi og því höfum við útilokað Sjálfstæðisflokkinn, einn flokka í rauninni,“ sagði Dóra Björt. „Öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með.“ Reynist Píratar sigurvegarar þessa kosninga sagðist Dóra Björt tilbúin til að axla þá ábyrgð að taka að sér embætti borgarstjóra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum. 14. maí 2022 13:12 Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57 Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. 14. maí 2022 11:57 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00
Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum. 14. maí 2022 13:12
Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57
Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. 14. maí 2022 11:57
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent