Innlent

Býst við fyrstu tölum í Reykja­vík á mið­nætti

Atli Ísleifsson skrifar
Eva B. Helgadóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík.
Eva B. Helgadóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Vísir/Óttar

Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum.

„Núna klukkan 11 þá voru 5,71 prósent búin að kjósa, rúmu prósenti frá síðustu sveitarstjórnarkosningunum 2018. Þannig að það er aðeins aukning í því á þessum tímapunkti,“ sagði Eva þegar hún ræddi við fréttastofu í Ráðhúsinu um hádegisbil.

Hún segir kosningaþátttakan hafa verið frekar dræm 2014 og 2018 og að sjálfsögðu sé vonast til að hún verði betri nú.

Ertu með eitthvað sem gæti skýrt þessa auknu þátttöku?

„Fyrst vonar maður að það sé áhugi á kosningunum og lýðræðinu en auðvitað getur spilað inn í að fólk vilji vera fyrr á ferðinni vegna Eurovision,“ segir Eva.

Kjörstaðir loka klukkan 22 og verður þá byrjað á telja. „Við megum byrja undirbúa og flokka, en við erum að vonast og miða við að vera með fyrstu tölur um miðnætti,“ segir Eva.

Verðið þið svo langt fram á nótt að telja?

„Já,já, þetta verður í næturvinnu.

Þannig að úrslit munu ekki liggja fyrir fyrr en í fyrramálið?

„Við erum að vonast til þess að geta verið með svolítið gott mengi í þessum fyrstu tölum. Við erum að reyna að koma með þannig tölur, fyrstu tölur, að þær gæfu vonandi góða vísbendingu um niðurstöðurnar,“ segir Eva.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×