Ekkert partý þótt að Liverpool vinni bikarinn á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 16:30 Jurgen Klopp faðmar hér Ibrahima Konate eftir að Liverpool komst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. AP/Alberto Saiz Leikmenn Liverpool fá ekkert að halda sigurpartý annað kvöld þótt að þeir vinni Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf það út á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmennirnir fá ekki að fagna sigri um kvöldið. Liverpool á enn möguleika á fernunni þótt að enska deildin sé nánast úr myndinni eftir tvo stórsigra Manchester City í röð og jafntefli Liverpool á móti Tottenham. "You're in a really good mood" Jurgen Klopp says it will be difficult to prepare for the FA Cup final against Chelsea as they are a 'well-coached' team with lots of different options. pic.twitter.com/Kd8DOZHhII— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2022 Klopp hefur aldrei unnið enska bikarinn en Liverpool vann hann síðast árið 2006. „Þegar þú ert að berjast um þrjá eða fjóra titla þá er alveg á hreinu hvenær menn mega fagna og hvenær ekki,“ sagði Jürgen Klopp. „Það er mikið að gera hjá okkur á þessu tímabili en auðvitað verður úrslitaleikur enska bikarsins aldrei eins og hver annar leikur. Þetta er sérstakur leikur og einn af þeim stærstu á þeirra ferli. Við viljum njóta stundarinnar og koma með bikarinn til fólksins okkar,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp has reiterated how special it is to have reached the #EmiratesFACup final — Liverpool FC (@LFC) May 13, 2022 „Við gátum ekki fangað sigri eftir að við unnum enska deildarbikarinn af því að við spiluðum þremur dögum síðar. Ef við vinnum enska bikarinn þá er leikur á móti Southampton þremur dögum síðar,“ sagði Klopp. „Við fórum í sigurskrúðgöngu hjá [Borussia] Dortmund sem var stór. Nú mætum við Southampton í stað þess að halda slíkan fögnuð. Ef þú hefur ekki haft gaman af þessu tímabili þar til núna þá get ég ekki hjálpað þér,“ sagði Klopp. Bikarúrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Upphitun hefst klukkan 15.15 en leikurinn klukkan 15.45. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf það út á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmennirnir fá ekki að fagna sigri um kvöldið. Liverpool á enn möguleika á fernunni þótt að enska deildin sé nánast úr myndinni eftir tvo stórsigra Manchester City í röð og jafntefli Liverpool á móti Tottenham. "You're in a really good mood" Jurgen Klopp says it will be difficult to prepare for the FA Cup final against Chelsea as they are a 'well-coached' team with lots of different options. pic.twitter.com/Kd8DOZHhII— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2022 Klopp hefur aldrei unnið enska bikarinn en Liverpool vann hann síðast árið 2006. „Þegar þú ert að berjast um þrjá eða fjóra titla þá er alveg á hreinu hvenær menn mega fagna og hvenær ekki,“ sagði Jürgen Klopp. „Það er mikið að gera hjá okkur á þessu tímabili en auðvitað verður úrslitaleikur enska bikarsins aldrei eins og hver annar leikur. Þetta er sérstakur leikur og einn af þeim stærstu á þeirra ferli. Við viljum njóta stundarinnar og koma með bikarinn til fólksins okkar,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp has reiterated how special it is to have reached the #EmiratesFACup final — Liverpool FC (@LFC) May 13, 2022 „Við gátum ekki fangað sigri eftir að við unnum enska deildarbikarinn af því að við spiluðum þremur dögum síðar. Ef við vinnum enska bikarinn þá er leikur á móti Southampton þremur dögum síðar,“ sagði Klopp. „Við fórum í sigurskrúðgöngu hjá [Borussia] Dortmund sem var stór. Nú mætum við Southampton í stað þess að halda slíkan fögnuð. Ef þú hefur ekki haft gaman af þessu tímabili þar til núna þá get ég ekki hjálpað þér,“ sagði Klopp. Bikarúrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Upphitun hefst klukkan 15.15 en leikurinn klukkan 15.45.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Sjá meira