Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 12:31 Salem Aldawsari á ferðinni í landsleik með Sádi-Arabíu. Eins og sjá má er nýja varatreyja Newcastle afar lík landsliðstreyjunni. Twitter/Getty Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. Íþróttavöruframleiðandinn Castore framleiðir treyjur Newcastle og aðalbúningur félagsins er svartur og hvítur. Á næstu leiktíð verður varabúningurinn hins vegar hvítur og grænn, samkvæmt enskum fjölmiðlum, eða í sömu litum og landsliðstreyja Sádi-Arabíu. Newcastle United 22-23 Away Kit leaked pic.twitter.com/Ts8wJvwZ05— Ayça (@aycazehraakcay) May 12, 2022 Sádi-arabíski fjárfestingasjóðurinn Public Investment Fund keypti 80 prósent hlut í Newcastle síðasta haust eftir að Mike Ashley hafði átt félagið í 14 ár. Nýju eigendurnir sverja af sér tengsl við stjórnvöld í Sádi-Arabíu en samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar mega félög ekki vera í ríkiseigu. Eignarhaldið hefur engu að síður verið gagnrýnt og nýju treyjurnar gætu ýtt undir þá gagnrýni. Nýir eigendur Newcastle voru fljótir að ráða Eddie Howe inn sem knattspyrnustjóra og undir hans stjórn siglir liðið nú lygnan sjó þegar leiktíðinni er að ljúka. Ljóst er að forríkir eigendur félagsins munu vilja styrkja leikmannahópinn vel í sumar en Howe varaði við því að reglur um fjárhagslegt aðhald myndu hafa áhrif á leikmannakaup sumarsins. Newcastle varði 94 milljónum punda í fimm leikmenn í janúar. „Reglurnar um fjárhagslegt aðhald setja okkur skorður og við verðum að vinna eftir þeim,“ sagði Howe. „Við getum ekki bara farið og eytt peningum í leikmenn eins og félög gerðu kannski hérna áður fyrr, þegar þau gjörbreyttu leikmannahópi sínum í einum félagaskiptaglugga. Það er ekki valmöguleiki fyrir okkur,“ sagði Howe. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira
Íþróttavöruframleiðandinn Castore framleiðir treyjur Newcastle og aðalbúningur félagsins er svartur og hvítur. Á næstu leiktíð verður varabúningurinn hins vegar hvítur og grænn, samkvæmt enskum fjölmiðlum, eða í sömu litum og landsliðstreyja Sádi-Arabíu. Newcastle United 22-23 Away Kit leaked pic.twitter.com/Ts8wJvwZ05— Ayça (@aycazehraakcay) May 12, 2022 Sádi-arabíski fjárfestingasjóðurinn Public Investment Fund keypti 80 prósent hlut í Newcastle síðasta haust eftir að Mike Ashley hafði átt félagið í 14 ár. Nýju eigendurnir sverja af sér tengsl við stjórnvöld í Sádi-Arabíu en samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar mega félög ekki vera í ríkiseigu. Eignarhaldið hefur engu að síður verið gagnrýnt og nýju treyjurnar gætu ýtt undir þá gagnrýni. Nýir eigendur Newcastle voru fljótir að ráða Eddie Howe inn sem knattspyrnustjóra og undir hans stjórn siglir liðið nú lygnan sjó þegar leiktíðinni er að ljúka. Ljóst er að forríkir eigendur félagsins munu vilja styrkja leikmannahópinn vel í sumar en Howe varaði við því að reglur um fjárhagslegt aðhald myndu hafa áhrif á leikmannakaup sumarsins. Newcastle varði 94 milljónum punda í fimm leikmenn í janúar. „Reglurnar um fjárhagslegt aðhald setja okkur skorður og við verðum að vinna eftir þeim,“ sagði Howe. „Við getum ekki bara farið og eytt peningum í leikmenn eins og félög gerðu kannski hérna áður fyrr, þegar þau gjörbreyttu leikmannahópi sínum í einum félagaskiptaglugga. Það er ekki valmöguleiki fyrir okkur,“ sagði Howe.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira