Arnar: Maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira Árni Jóhannsson skrifar 12. maí 2022 21:45 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur með stigin en vildi meira Vísir/Hulda Margrét Víkingur átti næsta auðvelt með Fram í kvöld þegar þeir unnu 4-1 sigur á gestum sínum. Leikið var í fimmtu umferð Bestu deildarinnar og var sigurinn aldrei í hættu. Þjálfari Víkings viðurkenndi það að vera gráðugur og að hafa viljað meira frá sínum mönnum en stigin voru vel þegin. Arnar var spurður fyrst að því hvað hans menn gætu verið ánægðir með úr leiknum í kvöld. „Fyrri hálfleikur var góður en þetta var alls ekki nægjanlegag heilsteypt frammistaða í 90 mínútur. Á köflum þá náðum við að klára verkefnið með því að gera þrjú góð mörk en ef ég má vera gráðugur þá frammistaðan í heild ekki nægjanlega sterk. Við vorum of sloppy og mér fannst við finna fyrir því að hafa spilað einum leik fleira en flest lið í deildinni og menn voru hálf þungir og þreyttir og voru að spara sig í seinni hálfleik. Það var klaufalegt að fá á sig þetta mark. Fram er vel spilandi lið þegar sá gállinn er á þeim og létu okkur hafa fyrir hlutunum en ég er klárlega sáttur með sigurinn en heilt yfir var frammistaðan ekki nægjanlega góð.“ Eins og Arnar kom inn á þá duttu hans menn niður og var hann spurður að því hvort það væri hægt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir það verandi 3-0 yfir og með góð tök á leiknum. „Nei, maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira og meira. Stundum gleymir maður sér í hita leiksins og strákarnir eru bara mannlegir og það eru smá þyngsli í mönnum. Við vorum að reyna að hressa liðið við og það er mjög gott að fá Pablo [Punyed] inn í þetta og gefa honum 25 mínútur. Við reyndum að hreyfa við liðinu og gefa mönnum mínútur þannig að menn verða klárir í stórleikinn á mánudaginn. 4-1 sigur á heimavelli er alltaf mjög gott, ekki misskilja mig en heilt yfir hefðum við átt að klára leikinn aðeins betur.“ Þegar Fram minnkaði muninn í 3-1 um miðbik seinni hálfleiks var Arnar klár með fjórfalda skiptingu og var hann spurður út í það hvort einhver vafi hafi komið í hann með að gera skiptinguna. „Það var, eins og öll hin mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar, ótrúlega klaufalegt mark að fá á okkur. Varnarleikur fyrir mér er bara einbeiting ekki bara frá markmanni eða varnarmönnum heldur frá öllu liðinu. Við höfðum mikið af þessari einbeitingu í fyrra, út af ákveðnum karakterum eins og allir vita hverjir voru og eru. Ef við ætlum að vera í toppbaráttu í sumar þá verðum við að ná þessum fókus aftur að verja markið. Hingað til hefur þetta ekki verið gott varnarlega, í smáatriðunum, en skóknarlega er flæðið í leik liðsins mjög gott.“ Að lokum var Arnar spurður að því afhverju Víkingur fái ekki víti dæmd fyrir sig en Axel Freyr Harðarson hefði klárlega átt að fá víti á 74. mínútu þegar honum var hrint inn í teig. Arnar hló í nokkrar sekúndur áður en hann gat borið upp svar við spurningunni. „Þetta er tvíeggja sverð að svara þessu. Ég veit það ekki. 4-1 og ég hefði tekið nettan trylling ef staðan hefði verið 0-0. Þeir fá eitt tækifæri í viðbót annars tryllist ég.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 12. maí 2022 22:20 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Arnar var spurður fyrst að því hvað hans menn gætu verið ánægðir með úr leiknum í kvöld. „Fyrri hálfleikur var góður en þetta var alls ekki nægjanlegag heilsteypt frammistaða í 90 mínútur. Á köflum þá náðum við að klára verkefnið með því að gera þrjú góð mörk en ef ég má vera gráðugur þá frammistaðan í heild ekki nægjanlega sterk. Við vorum of sloppy og mér fannst við finna fyrir því að hafa spilað einum leik fleira en flest lið í deildinni og menn voru hálf þungir og þreyttir og voru að spara sig í seinni hálfleik. Það var klaufalegt að fá á sig þetta mark. Fram er vel spilandi lið þegar sá gállinn er á þeim og létu okkur hafa fyrir hlutunum en ég er klárlega sáttur með sigurinn en heilt yfir var frammistaðan ekki nægjanlega góð.“ Eins og Arnar kom inn á þá duttu hans menn niður og var hann spurður að því hvort það væri hægt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir það verandi 3-0 yfir og með góð tök á leiknum. „Nei, maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira og meira. Stundum gleymir maður sér í hita leiksins og strákarnir eru bara mannlegir og það eru smá þyngsli í mönnum. Við vorum að reyna að hressa liðið við og það er mjög gott að fá Pablo [Punyed] inn í þetta og gefa honum 25 mínútur. Við reyndum að hreyfa við liðinu og gefa mönnum mínútur þannig að menn verða klárir í stórleikinn á mánudaginn. 4-1 sigur á heimavelli er alltaf mjög gott, ekki misskilja mig en heilt yfir hefðum við átt að klára leikinn aðeins betur.“ Þegar Fram minnkaði muninn í 3-1 um miðbik seinni hálfleiks var Arnar klár með fjórfalda skiptingu og var hann spurður út í það hvort einhver vafi hafi komið í hann með að gera skiptinguna. „Það var, eins og öll hin mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar, ótrúlega klaufalegt mark að fá á okkur. Varnarleikur fyrir mér er bara einbeiting ekki bara frá markmanni eða varnarmönnum heldur frá öllu liðinu. Við höfðum mikið af þessari einbeitingu í fyrra, út af ákveðnum karakterum eins og allir vita hverjir voru og eru. Ef við ætlum að vera í toppbaráttu í sumar þá verðum við að ná þessum fókus aftur að verja markið. Hingað til hefur þetta ekki verið gott varnarlega, í smáatriðunum, en skóknarlega er flæðið í leik liðsins mjög gott.“ Að lokum var Arnar spurður að því afhverju Víkingur fái ekki víti dæmd fyrir sig en Axel Freyr Harðarson hefði klárlega átt að fá víti á 74. mínútu þegar honum var hrint inn í teig. Arnar hló í nokkrar sekúndur áður en hann gat borið upp svar við spurningunni. „Þetta er tvíeggja sverð að svara þessu. Ég veit það ekki. 4-1 og ég hefði tekið nettan trylling ef staðan hefði verið 0-0. Þeir fá eitt tækifæri í viðbót annars tryllist ég.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 12. maí 2022 22:20 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 12. maí 2022 22:20