Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogakappræðurnar sem fram fóru á Stöð2 í gærkvöldi en þar mættust oddvitar flestra þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum um næstu helgi.

Einnig köfum við dýpra ofan í nýja könnun fréttastofu um borgarmálefnin. Að auki verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun var tilkynnt um að hann hyggist brátt láta af embætti. 

Þá fjöllum við um fyrirhugaðan flutning Listaháskóla Íslands í Tollhúsið en kostnaðaráætlun verkefnisins er upp á þrettán milljarða króna.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×