Innlent

Mikill meiri­hluti leik­skóla­kennara sam­þykkti kjara­samning

Atli Ísleifsson skrifar
Alls greiddu 83 prósent atkvæði með samþykkt samningsins.
Alls greiddu 83 prósent atkvæði með samþykkt samningsins. Vísir/Vilhelm

Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi leikskólakennara samþykktu nýjan kjarasamning, en atkvæðagreiðslu lauk í gær. Alls greiddu 83 prósent atkvæði með samþykkt samningsins.

Frá þessu segir á vef Kennarasambandsins. Samninganefndir félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir samninginn 27. apríl síðastliðinn, en gildistími samningsins er frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.

Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst að morgni fimmtudagsins 5. maí og lauk á hádegi í gær.

Niðurstaðan

  • Já sögðu 1.069 eða 83,25 prósent
  • Nei sögðu 186 eða 14,49 prósent
  • Auðir seðlar voru 29 eða 2,26 prósent

Á kjörskrá voru 2002. Atkvæði greiddu 1.248 eða 64,14 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×