Innlent

Grunaður um nauðgun, ráns­til­raunir og líkams­á­rásir

Eiður Þór Árnason skrifar
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur hefur verið kærður Landsréttar.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur hefur verið kærður Landsréttar. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um mörg brot á undanförnum vikum, þar á meðal nauðgun, ránstilraunir og líkamsárásir, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 8. júní, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Úrskurðurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur en að sögn lögreglunnar var síðasta brotið framið í austurborginni í gærmorgun þar sem maðurinn var handtekinn á vettvangi. Gæsluvarðhaldið grundvallist meðal annars á því að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum hans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Lögreglan hyggst ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×