Sveindís verðlaunuð með nýjum samningi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2022 13:02 Sveindís Jane Jónsdóttir ásamt Ralf Kellermann, íþróttastjóra Wolfsburg, þegar hún skrifaði undir nýja samninginn við félagið. wolfsburg Ekki fer á milli mála að forráðamenn Wolfsburg séu ánægðir með íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur því hún hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn á sunnudaginn. Og í morgun var greint frá því að hún hefði framlengt samning sinn við Wolfsburg til 2025. Gamli samningurinn gilti til 2024. Sveindís samdi við Wolfsburg síðla árs 2020 en var strax lánuð til Kristianstad og lék með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Keflvíkingurinn sneri aftur til Wolfsburg fyrir seinni hluta þessa tímabils. Hún hefur leikið fjórtán leiki fyrir Wolfsburg í öllum keppnum, átta í þýsku úrvalsdeildinni, tvo í bikarkeppninni og fjóra í Meistaradeild Evrópu. Sem fyrr sagði er Wolfsburg búið að vinna þýska meistaratitilinn. Liðið er einnig komið í bikarúrslit og getur því unnið tvöfalt heima fyrir. „Hjá Wolfsburg er ég í fullkomnu umhverfi til að halda áfram að bæta mig á næstu árum. Það er gaman að vinna með liðinu og þjálfurunum og utan vallar er allt gert til að þér líði vel,“ sagði Sveindís þegar hún skrifaði undir nýja samninginn. Bis 2 0 2 5 ! Sveindis Jonsdottir hat ihren Vertrag bei den Wölfinnen vorzeitig verlängert! Sveindis, wir freuen uns so sehr, dass dich bei uns so wohlfühlst! https://t.co/lg5Y7jiqRQ#VfLWolfsburg pic.twitter.com/I9AfVCWJdq— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 10, 2022 Ralf Kellermann, íþróttastjóri Wolfsburg, er hæstánægður með Sveindísi og segir að frammistaða hennar á þessu tímabili hafi verið framar vonum. „Ef þú horfir í það að Sveindís hefur aldrei spilað í algjörri toppdeild er mjög óvænt hversu mikið hún hefur bætt sig undanfarnar vikur og mánuði. Það var sérstaklega vel af sér vikið hvernig hún sýndi hæfileika sína á stærsta sviðinu í Meistaradeildinni,“ sagði Kellermann. „Ekki gleyma því að hún er bara tvítug og getur bætt sig enn frekar. Við erum í skýjunum með að Sveindís hafi framlengt samning sinn við Wolfsburg um eitt tímabil.“ Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn á sunnudaginn. Og í morgun var greint frá því að hún hefði framlengt samning sinn við Wolfsburg til 2025. Gamli samningurinn gilti til 2024. Sveindís samdi við Wolfsburg síðla árs 2020 en var strax lánuð til Kristianstad og lék með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Keflvíkingurinn sneri aftur til Wolfsburg fyrir seinni hluta þessa tímabils. Hún hefur leikið fjórtán leiki fyrir Wolfsburg í öllum keppnum, átta í þýsku úrvalsdeildinni, tvo í bikarkeppninni og fjóra í Meistaradeild Evrópu. Sem fyrr sagði er Wolfsburg búið að vinna þýska meistaratitilinn. Liðið er einnig komið í bikarúrslit og getur því unnið tvöfalt heima fyrir. „Hjá Wolfsburg er ég í fullkomnu umhverfi til að halda áfram að bæta mig á næstu árum. Það er gaman að vinna með liðinu og þjálfurunum og utan vallar er allt gert til að þér líði vel,“ sagði Sveindís þegar hún skrifaði undir nýja samninginn. Bis 2 0 2 5 ! Sveindis Jonsdottir hat ihren Vertrag bei den Wölfinnen vorzeitig verlängert! Sveindis, wir freuen uns so sehr, dass dich bei uns so wohlfühlst! https://t.co/lg5Y7jiqRQ#VfLWolfsburg pic.twitter.com/I9AfVCWJdq— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 10, 2022 Ralf Kellermann, íþróttastjóri Wolfsburg, er hæstánægður með Sveindísi og segir að frammistaða hennar á þessu tímabili hafi verið framar vonum. „Ef þú horfir í það að Sveindís hefur aldrei spilað í algjörri toppdeild er mjög óvænt hversu mikið hún hefur bætt sig undanfarnar vikur og mánuði. Það var sérstaklega vel af sér vikið hvernig hún sýndi hæfileika sína á stærsta sviðinu í Meistaradeildinni,“ sagði Kellermann. „Ekki gleyma því að hún er bara tvítug og getur bætt sig enn frekar. Við erum í skýjunum með að Sveindís hafi framlengt samning sinn við Wolfsburg um eitt tímabil.“
Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30