„Við munum fljótlega fagna sigri“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2022 14:09 Olena flúði hingað til lands frá Bucha við upphaf innrásarinnar. Vísir/Sigurjón Úkraínumenn og Rússar komu saman fyrir utan bústað rússneska sendiherrans á Íslandi í Túngötu á hádegi í dag til þess að mótmæla stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Fólkið var hvítklætt og búið að ata sig rauðri málningu til táknar um blóð. Mótmælendur báru jafnframt margir plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á kynferðisbrotum sem rússneskir hermenn eru sagðir beita Úkraínumenn. Athygli vakti eftir að Rússar yfirgáfu borgina Bucha í lok apríl, eftir tveggja mánaða hertöku, að þar fundust víða kynlífsdúkkur, sem búið var að festa plastpoka um höfuðið á. Úkraínumenn segja þessar kynlífsdúkkur endurspegla það hvernig Rússar hafi brotið á úkraínskum konum og börnum. Mótmælendur voru ataðir rauðri málningu, sem tákna á blóðið sem runnið hefur um úkraínska grundu.Vísir/Sigurjón Rússar fagna í dag sigri sínum á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. Mikil hátíðarhöld eru í Moskvu í dag og víða um Rússland. Víða hefur einnig verið mótmælt fyrir utan rússnesk sendiráð Fréttastofa ræddi við mótmælendur í Túngötu í hádeginu. Þar á meðal var Olena, sem flúði heimabæ sinn Bucha tveimur dögum eftir upphaf stríðsins, þann 26. febrúar síðastliðinn. Hún kom til Íslands með börnin sín og segist þjökuð af þeim myndum sem hún sjái og fréttum sem hún heyri frá heimabæ sínum. Einhverjir voru með plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á pyntingaraðferðum Rússa.Vísir/Vilhelm „Ég sé allan þennan hrylling sem Rússar hafa beitt fólkið mitt og ég veit að helsta vopn rússneskra hermanna, rússneskra hryðjuverkamanna, eru nauðganir, pyntingar og að drepa almenna borgara. Við erum hér í dag til þess að láta alla vita að við erum hér og við erum á móti þessum stríðsglæpum sem framdir hafa verið í Bucha og fleiri borgum í Úkraínu, sérstaklega Mariupol,“ sagði Olena. „Við munum sigra, þjóð okkar er sterk og friðsæl. Við viljum vera hluti af lýðræðissamfélaginu í Evrópu. Þeir vilja ekki að við verðum hluti af Evrópusambandinu en við viljum vera hluti af siðmenntuðum heimi og [Rússar] ættu að gera sitt besta til að stöðva glæpina sem framdir eru í okkar landi.“ Hún sagði að dagurinn í dag, þrátt fyrir hátíðarhöldin í Rússlandi, sé ekki sigurdagur fyrir Rússa. „Þessi dagur er smánun fyrir Rússa. Það er það eina sem ég get sagt . Úkraína mun fagna tveimur Sigurdögum vona ég fljótlega. Við munum fagna okkar sigri fljótlega.“ Klippa: Mótmæli fyrir utan bústað sendiherra Rússlands á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Mótmælendur báru jafnframt margir plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á kynferðisbrotum sem rússneskir hermenn eru sagðir beita Úkraínumenn. Athygli vakti eftir að Rússar yfirgáfu borgina Bucha í lok apríl, eftir tveggja mánaða hertöku, að þar fundust víða kynlífsdúkkur, sem búið var að festa plastpoka um höfuðið á. Úkraínumenn segja þessar kynlífsdúkkur endurspegla það hvernig Rússar hafi brotið á úkraínskum konum og börnum. Mótmælendur voru ataðir rauðri málningu, sem tákna á blóðið sem runnið hefur um úkraínska grundu.Vísir/Sigurjón Rússar fagna í dag sigri sínum á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. Mikil hátíðarhöld eru í Moskvu í dag og víða um Rússland. Víða hefur einnig verið mótmælt fyrir utan rússnesk sendiráð Fréttastofa ræddi við mótmælendur í Túngötu í hádeginu. Þar á meðal var Olena, sem flúði heimabæ sinn Bucha tveimur dögum eftir upphaf stríðsins, þann 26. febrúar síðastliðinn. Hún kom til Íslands með börnin sín og segist þjökuð af þeim myndum sem hún sjái og fréttum sem hún heyri frá heimabæ sínum. Einhverjir voru með plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á pyntingaraðferðum Rússa.Vísir/Vilhelm „Ég sé allan þennan hrylling sem Rússar hafa beitt fólkið mitt og ég veit að helsta vopn rússneskra hermanna, rússneskra hryðjuverkamanna, eru nauðganir, pyntingar og að drepa almenna borgara. Við erum hér í dag til þess að láta alla vita að við erum hér og við erum á móti þessum stríðsglæpum sem framdir hafa verið í Bucha og fleiri borgum í Úkraínu, sérstaklega Mariupol,“ sagði Olena. „Við munum sigra, þjóð okkar er sterk og friðsæl. Við viljum vera hluti af lýðræðissamfélaginu í Evrópu. Þeir vilja ekki að við verðum hluti af Evrópusambandinu en við viljum vera hluti af siðmenntuðum heimi og [Rússar] ættu að gera sitt besta til að stöðva glæpina sem framdir eru í okkar landi.“ Hún sagði að dagurinn í dag, þrátt fyrir hátíðarhöldin í Rússlandi, sé ekki sigurdagur fyrir Rússa. „Þessi dagur er smánun fyrir Rússa. Það er það eina sem ég get sagt . Úkraína mun fagna tveimur Sigurdögum vona ég fljótlega. Við munum fagna okkar sigri fljótlega.“ Klippa: Mótmæli fyrir utan bústað sendiherra Rússlands á Íslandi
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent