Bein útsending: Kappræður oddvita framboða í Kópavogi Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2022 10:36 Kjósendur í Kópavogi fá að velja milli átta framboða í ár. vísir/vilhelm Í dag eru fimm dagar þar til kjósendur í sextíu og sjö sveitarfélögum landsins ganga að kjörborðinu og velja fulltrúa til að stjórna nærsamfélagi þeirra næstu fjögur árin. Fréttastofan býður upp á kappræður oddvita framboða í þremur stærstu sveitarfélögum landsins og byrjar á Kópavogi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa af ellefu kosna í bæjarstjórn Kópavogs í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Í kosningunum næst komandi laugardag bjóða átta flokkar og framboð fram. Auk fyrrnefndra flokka eru það Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa kjörna 2018, Píratar sem fengu einn fulltrúa og Viðreisn sem fékk tvo kjörna. Þrjú framboð sem ekki fengu fulltrúa kjörna síðast en bjóða fram eru Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Vinir Kópavogs sem reyndar bjóða fram í fyrsta skipti nú. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita allra þessara framboða til til sín í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Það eru Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs. Skipulagsmál eru áberandi í umræðunni í Kópavogi fyrir þessar kosningar. Mjög deildar meiningar eru um þéttingu byggðar og breytingar í og við miðbæjarsvæðið Hamraborg. Rétt tæplega 29 þúsund manns eru á kjörskrá í Kópavogi, eða 28.923. Uppfært kl. 15:45. Þættinum er lokið og upptaka aðgengileg í spilaranum. Þátturinn verður einnig á dagskrá á Stöð 2 Vísi á eftir kvöldfréttum klukkan 18:55 í kvöld. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa af ellefu kosna í bæjarstjórn Kópavogs í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Í kosningunum næst komandi laugardag bjóða átta flokkar og framboð fram. Auk fyrrnefndra flokka eru það Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa kjörna 2018, Píratar sem fengu einn fulltrúa og Viðreisn sem fékk tvo kjörna. Þrjú framboð sem ekki fengu fulltrúa kjörna síðast en bjóða fram eru Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Vinir Kópavogs sem reyndar bjóða fram í fyrsta skipti nú. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita allra þessara framboða til til sín í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Það eru Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs. Skipulagsmál eru áberandi í umræðunni í Kópavogi fyrir þessar kosningar. Mjög deildar meiningar eru um þéttingu byggðar og breytingar í og við miðbæjarsvæðið Hamraborg. Rétt tæplega 29 þúsund manns eru á kjörskrá í Kópavogi, eða 28.923. Uppfært kl. 15:45. Þættinum er lokið og upptaka aðgengileg í spilaranum. Þátturinn verður einnig á dagskrá á Stöð 2 Vísi á eftir kvöldfréttum klukkan 18:55 í kvöld.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira