Bein útsending: Kappræður oddvita framboða í Kópavogi Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2022 10:36 Kjósendur í Kópavogi fá að velja milli átta framboða í ár. vísir/vilhelm Í dag eru fimm dagar þar til kjósendur í sextíu og sjö sveitarfélögum landsins ganga að kjörborðinu og velja fulltrúa til að stjórna nærsamfélagi þeirra næstu fjögur árin. Fréttastofan býður upp á kappræður oddvita framboða í þremur stærstu sveitarfélögum landsins og byrjar á Kópavogi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa af ellefu kosna í bæjarstjórn Kópavogs í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Í kosningunum næst komandi laugardag bjóða átta flokkar og framboð fram. Auk fyrrnefndra flokka eru það Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa kjörna 2018, Píratar sem fengu einn fulltrúa og Viðreisn sem fékk tvo kjörna. Þrjú framboð sem ekki fengu fulltrúa kjörna síðast en bjóða fram eru Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Vinir Kópavogs sem reyndar bjóða fram í fyrsta skipti nú. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita allra þessara framboða til til sín í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Það eru Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs. Skipulagsmál eru áberandi í umræðunni í Kópavogi fyrir þessar kosningar. Mjög deildar meiningar eru um þéttingu byggðar og breytingar í og við miðbæjarsvæðið Hamraborg. Rétt tæplega 29 þúsund manns eru á kjörskrá í Kópavogi, eða 28.923. Uppfært kl. 15:45. Þættinum er lokið og upptaka aðgengileg í spilaranum. Þátturinn verður einnig á dagskrá á Stöð 2 Vísi á eftir kvöldfréttum klukkan 18:55 í kvöld. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa af ellefu kosna í bæjarstjórn Kópavogs í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Í kosningunum næst komandi laugardag bjóða átta flokkar og framboð fram. Auk fyrrnefndra flokka eru það Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa kjörna 2018, Píratar sem fengu einn fulltrúa og Viðreisn sem fékk tvo kjörna. Þrjú framboð sem ekki fengu fulltrúa kjörna síðast en bjóða fram eru Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Vinir Kópavogs sem reyndar bjóða fram í fyrsta skipti nú. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita allra þessara framboða til til sín í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Það eru Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs. Skipulagsmál eru áberandi í umræðunni í Kópavogi fyrir þessar kosningar. Mjög deildar meiningar eru um þéttingu byggðar og breytingar í og við miðbæjarsvæðið Hamraborg. Rétt tæplega 29 þúsund manns eru á kjörskrá í Kópavogi, eða 28.923. Uppfært kl. 15:45. Þættinum er lokið og upptaka aðgengileg í spilaranum. Þátturinn verður einnig á dagskrá á Stöð 2 Vísi á eftir kvöldfréttum klukkan 18:55 í kvöld.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira