Fótbolti

Sparkaði í pung dómarans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá Shirley Caicedo sparka í pung dómarans.
Hér má sjá Shirley Caicedo sparka í pung dómarans. Twitter

Knattspyrnukona missti algjörlega stjórn á sér og gæti verið á leiðinni í langt bann frá fótbolta. Hún gæti jafnvel fengið á sig ákæru fyrir líkamsárás.

Við erum að tala um leikmann Leones del Norte í ekvadorsku kvennadeildinni, hina nítján ára gömlu Shirley Caicedo.

Shirley og félagar í Leones del Norte töpuðu leiknum 2-1 eftir mark mótherjanna í blálokin en við lokaflautið sparkaði hún boltanum í átt að dómaranum. Hún hitti ekki dómarann ekki frekar en markið í leiknum sjálfum.

Dómaranum var hins vegar ekki skemmt og reif upp rauða spjaldið. Shirley byrjaði að ganga í burtu en sneri skyndilega við, gekk upp að dómaranum og sparkaði í punginn á honum.

Nokkrir liðsfélagar voru mættar til að mótmæla rauða spjaldinu en þær áttu ekki von á því að sjá Shirley koma á ferðinni og sparka í viðkvæmasta stað dómarans.

Dómarinn gat auðvitað ekki rekið hana aftur út af en aganefnd ekvadorska knattspyrnusambandsins mun örugglega fara vel yfir þetta ljóta mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×