Brasilíumennirnir Marquinhos og Neymar komu PSG tveimur mörkum yfir en Troyes kom til baka og jafnaði metin. Niðurstaðan 2-2-jafntefli.
Þessi tvö töpuðu stig kom hins vegar ekk að sök þar sem PSG hefur nú þegar tryggt sér franska meistaratitilinn.
PSG hefur 12 stiga forskot á Marseille á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.