Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. Við ræðum við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra í fréttatímanum.

Gylfi Zoega, hagfræðingur, segir að verðbólgan sé ekki aðeins á húsnæðismarkaði heldur sé hún víðfeðmari. Eftirspurn sé mikil en mörg vandamál blasi við á framboðshliðinni. Hann býst við að síðasta útspil Seðlabankastjóra sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að yfirvofandi sé eins konar leiðrétting á eignamarkaði.

Rússar sprengdu upp skóla í þorpinu Bilogorivka í austurhluta Úkraínu þar sem 90 manns földu sig. Óttast er um afdrif 60 manns. Viðbragðsaðilar vinna nú að því að leita að fólki í rústunum og hefur utanríkisráðuneyti Úkraínu fordæmt árásina og sagt hana stríðsglæp.

Eurovision æði Íslendinga verður umfjöllunarefni fréttaskýringaþáttarins 60 minutes sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Fréttamenn þáttarins voru staddir hér á landi þegar Söngvakeppni sjónvarpsins fór fram í mars og ræddu meðal annars við forseta Íslands sem tekur lagið í þættinum.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12:00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×