Klopp: Erfitt að mæta úthvíldum Son og Kane Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 21:57 Jürgen Klopp þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vel ásættanlegt að gera jafntefli við ferskt lið Tottenham Hotspur en aftur á móti er hann ekki sáttur við úrslitin. „Þetta var erfiður leikur en ég er ánægður með frammistöðu leikmanna minna á móti frábæru liði sem gæti komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham Hotspur er með heimsklassa framherja og leikplan sem miðar að því að sækja hratt og nýta styrkleika þeirra," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildini í kvöld. „Það er erfitt að lenda undir á móti svona góðu skyndisóknarlið en við héldum ró okkar og okkur tókst að kreista fram jöfnunarmark. Hugarfar okkar var frábært og við sýndum mikinn andlegan styrk. Hápressan okkar var í hæsta gæðaflokki," sagði Klopp enn fremur. „Við vorum hins vegar að mæta liði sem hafði heila viku til þess að undirbúa þennan leik og við getum vel við unað að ná í stig. Það var ekki að merkja þreytu hjá leikmönnum mínum þrátt fyrir mikið álag undanfarið sem er mjög jákvætt. Það vantaði herslumuninn til þess að ná fram sigri og stundum þarf heppni á lykilaugnablikum þegar tvö góð lið mætast. Þrátt fyrir að við sættum okkur við þessi úrslit er ég ekki ánægður. Eins og ég sagði við lærisveina mína verðum við að átta okkur að við vorum að mæta úthvíldum Harry Kane og Son Heung-min. Það er ekkert grín," sagði Þjóðverjinn. Liverpool er eftir þennan sigur með jafn mörg stig og Manchester City sem á þó leik til góða. „Við munum halda ótrauðir áfram. Leikmenn mínir eru nú inni í klefa að ná andanum eftir hraðan og skemmtilegan leik. Það er erfitt að krefjast þess að lið hafi betur í öllum leikjum og það er ástæða fyrir því að ekkert enskt lið hefur unnið alla fjóra stóru titlana á sama tímabilinu," sagði hann. Liverpool hefur nú þegar unnið enska deildarbikarinn, er í barátttu við Manchester City um enska meistaratitilinn og mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í þessum mánuði. Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur en ég er ánægður með frammistöðu leikmanna minna á móti frábæru liði sem gæti komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham Hotspur er með heimsklassa framherja og leikplan sem miðar að því að sækja hratt og nýta styrkleika þeirra," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildini í kvöld. „Það er erfitt að lenda undir á móti svona góðu skyndisóknarlið en við héldum ró okkar og okkur tókst að kreista fram jöfnunarmark. Hugarfar okkar var frábært og við sýndum mikinn andlegan styrk. Hápressan okkar var í hæsta gæðaflokki," sagði Klopp enn fremur. „Við vorum hins vegar að mæta liði sem hafði heila viku til þess að undirbúa þennan leik og við getum vel við unað að ná í stig. Það var ekki að merkja þreytu hjá leikmönnum mínum þrátt fyrir mikið álag undanfarið sem er mjög jákvætt. Það vantaði herslumuninn til þess að ná fram sigri og stundum þarf heppni á lykilaugnablikum þegar tvö góð lið mætast. Þrátt fyrir að við sættum okkur við þessi úrslit er ég ekki ánægður. Eins og ég sagði við lærisveina mína verðum við að átta okkur að við vorum að mæta úthvíldum Harry Kane og Son Heung-min. Það er ekkert grín," sagði Þjóðverjinn. Liverpool er eftir þennan sigur með jafn mörg stig og Manchester City sem á þó leik til góða. „Við munum halda ótrauðir áfram. Leikmenn mínir eru nú inni í klefa að ná andanum eftir hraðan og skemmtilegan leik. Það er erfitt að krefjast þess að lið hafi betur í öllum leikjum og það er ástæða fyrir því að ekkert enskt lið hefur unnið alla fjóra stóru titlana á sama tímabilinu," sagði hann. Liverpool hefur nú þegar unnið enska deildarbikarinn, er í barátttu við Manchester City um enska meistaratitilinn og mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í þessum mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira