Jón Stefán: „Markmaðurinn okkar vinnur þennan leik fyrir okkur” Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2022 21:53 Jón Stefán Jónsson (t.v.) var eðlilega sáttur við sigur kvöldsins. Mynd/Þór/KA Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. „Bara rosalega ánægður með þennan leik og við kvittuðum aðeins fyrir Blikaleikinn, auðvitað vorum við minna með boltann og allt það en bara fyrir öllu að ná í þrjú stig.” „Við ætluðum að liggja til baka, við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka, við ætluðum kannski að hafa boltann eitthvað í leiknum en við nýttum bara færin okkar mjög vel. Það er ótrúlega gott að hafa tvær reyndar frammi sem slútta og ég ætla nú ekki að fara taka neitt af neinum þegar ég segi að markmaðurinn okkar (Harpa Jóhannsdóttir) vinnur þennan leik fyrir okkur, bara ótrúleg frammistaða.” Harpa Jóhannsdóttir, markmaður Þór/KA, varði fjölmörg dauðafæri í leiknum og var frábær á milli stanganna allan leikinn. Er þetta besti leikur sem Harpa hefur spilað? „Hún má þá hafa spilað helvíti vel ef hún ætlar að spila betur en þetta, þetta var bara ótrúleg frammistaða og ég bara gæti ekki verið ánægðari með það.” Jón Stefán var sammála undirrituðum að það sé draumur þjálfara þegar leikur er settur upp á þennan hátt og allt fer eftir áætlun eins og gerðist í kvöld. „Ég talaði um þetta við þær fyrir leik að það væri nú einhvernveginn þannig að maður fengi alltaf eitt færi í hvorum hálfleik, ég átti nú kannski ekki alveg von á því að þetta væri bara bókstaflega eitt færi í hvorum hálfleik og við myndum skora en eins og ég sagði áðan þá datt þetta klárlega okkar megin í dag.” Andrea Mist lenti í höfuðmeiðslum strax á 9. mínútu og þurfti að fara af velli. Jón Stefán segir það auðvitað hafa verið erfitt að missa hana út af svona snemma. „Lykilmaður í liðinu og Kimberley kom frábær inn á, það er ekki það, en hún er öllt önnur týpa af leikmanni og þá að sjálfsögðu riðlast þetta aðeins en varnarlega bara mjög hamingjusamur og mér fannst við gera mjög vel en Andrea er lykilmaður og það koma ekkert margir í staðinn fyrir hana.” „Ég held að hún sé bara nokkuð góð sko, ég held að það hafi nú meira verið að hún fékk gat á hausinn, mikið blóð, en ekki svimi eða eitthvað svoleiðis og ég á ekki von á öðru en að hún sé klár næst”, sagði Jón Stefán aðspurður hvernig heilsan á Andreu væri eftir höfuðhöggið.Þór/KA tapaði fyrsta leik sínum illa gegn Breiðablik, 4-1, og viðurkennir Jón Stefán að mikið púður hafi farið í undirbúning fyrir þennan leik. „Ég skal alveg viðurkenna það, við vorum ógeðslega svekkt með það sem við sýndum í Kópavogi og vildum kvitta fyrir og breyttum aðeins en ekkert eitthvað ógurlega miklu en bara gríðarlega ánægður, þetta gekk náttúrulega fullkomnlega upp varnarlega.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. „Bara rosalega ánægður með þennan leik og við kvittuðum aðeins fyrir Blikaleikinn, auðvitað vorum við minna með boltann og allt það en bara fyrir öllu að ná í þrjú stig.” „Við ætluðum að liggja til baka, við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka, við ætluðum kannski að hafa boltann eitthvað í leiknum en við nýttum bara færin okkar mjög vel. Það er ótrúlega gott að hafa tvær reyndar frammi sem slútta og ég ætla nú ekki að fara taka neitt af neinum þegar ég segi að markmaðurinn okkar (Harpa Jóhannsdóttir) vinnur þennan leik fyrir okkur, bara ótrúleg frammistaða.” Harpa Jóhannsdóttir, markmaður Þór/KA, varði fjölmörg dauðafæri í leiknum og var frábær á milli stanganna allan leikinn. Er þetta besti leikur sem Harpa hefur spilað? „Hún má þá hafa spilað helvíti vel ef hún ætlar að spila betur en þetta, þetta var bara ótrúleg frammistaða og ég bara gæti ekki verið ánægðari með það.” Jón Stefán var sammála undirrituðum að það sé draumur þjálfara þegar leikur er settur upp á þennan hátt og allt fer eftir áætlun eins og gerðist í kvöld. „Ég talaði um þetta við þær fyrir leik að það væri nú einhvernveginn þannig að maður fengi alltaf eitt færi í hvorum hálfleik, ég átti nú kannski ekki alveg von á því að þetta væri bara bókstaflega eitt færi í hvorum hálfleik og við myndum skora en eins og ég sagði áðan þá datt þetta klárlega okkar megin í dag.” Andrea Mist lenti í höfuðmeiðslum strax á 9. mínútu og þurfti að fara af velli. Jón Stefán segir það auðvitað hafa verið erfitt að missa hana út af svona snemma. „Lykilmaður í liðinu og Kimberley kom frábær inn á, það er ekki það, en hún er öllt önnur týpa af leikmanni og þá að sjálfsögðu riðlast þetta aðeins en varnarlega bara mjög hamingjusamur og mér fannst við gera mjög vel en Andrea er lykilmaður og það koma ekkert margir í staðinn fyrir hana.” „Ég held að hún sé bara nokkuð góð sko, ég held að það hafi nú meira verið að hún fékk gat á hausinn, mikið blóð, en ekki svimi eða eitthvað svoleiðis og ég á ekki von á öðru en að hún sé klár næst”, sagði Jón Stefán aðspurður hvernig heilsan á Andreu væri eftir höfuðhöggið.Þór/KA tapaði fyrsta leik sínum illa gegn Breiðablik, 4-1, og viðurkennir Jón Stefán að mikið púður hafi farið í undirbúning fyrir þennan leik. „Ég skal alveg viðurkenna það, við vorum ógeðslega svekkt með það sem við sýndum í Kópavogi og vildum kvitta fyrir og breyttum aðeins en ekkert eitthvað ógurlega miklu en bara gríðarlega ánægður, þetta gekk náttúrulega fullkomnlega upp varnarlega.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19