Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 21:39 Kyana Sue segir Ísland vera heimilið sitt og vill vera hér áfram og lifa því lífi sem hún hefur byggt upp. Aðsend Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. Kyana hefur notið nokkurra vinsælda á samfélagsmiðlum hér á landi en hún hefur starfað við að auglýsa land og þjóð á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok og á streymisveitunni YouTube. Myndbönd hennar hafa náð nokkru flugi bæði innanlands og utan en hún er með nærri 40 þúsund fylgjendur á TikTok og fleiri milljónir áhorfa á myndbönd sín þar. Kyana hefur verið búsett hér á landi í tæp þrjú ár og fékk dvalarleyfi vegna náms í september 2020. Það var í gildi fram í maí í fyrra en Kyana sótti þá um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kyana hafði stofnað fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, markaðssetningu og ráðgjöf. Þann 10. mars síðastliðinn synjaði Vinnumálastofnun Kyönu um atvinnuleyfi á Íslandi og umsókn hennar um dvalarleyfi synjað af Útlendingastofnun ellefu dögum sípar með vísan til ákvörðunar Vinnumálastofnunar. Kyana kærði í kjölfarið ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Þar óskaði Kyana eftir því að framfylgd brottvísunar hennar yrði frestað á meðan málið væri til meðferðar hjá kærunefnd og var fallist á þá beiðni. Kærunefnd synjaði kæru Kyönu þann 28. apríl síðastliðinn og hefur úrskurðurinn nú verið birtur á vef stjórnarráðsins. Kyana greindi jafnframt frá ákvörðuninni á TikTok þar sem hún sagði að hún bíði enn eftir ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins eftir að hún áfrýjaði úrskurði stofnunarinnar. „Við bíðum enn eftir ákvörðun ráðuneytisins, vegna þess að við áfrýjuðum ákvörðuninnni til þess, og það enduropnaði málið. Þannig að ef það gefur mér dvalarleyfi áður en ég þarf að yfirgefa landið verð ég góð,“ sagði Kyana á TikTok. Innflytjendamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Kyana hefur notið nokkurra vinsælda á samfélagsmiðlum hér á landi en hún hefur starfað við að auglýsa land og þjóð á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok og á streymisveitunni YouTube. Myndbönd hennar hafa náð nokkru flugi bæði innanlands og utan en hún er með nærri 40 þúsund fylgjendur á TikTok og fleiri milljónir áhorfa á myndbönd sín þar. Kyana hefur verið búsett hér á landi í tæp þrjú ár og fékk dvalarleyfi vegna náms í september 2020. Það var í gildi fram í maí í fyrra en Kyana sótti þá um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kyana hafði stofnað fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, markaðssetningu og ráðgjöf. Þann 10. mars síðastliðinn synjaði Vinnumálastofnun Kyönu um atvinnuleyfi á Íslandi og umsókn hennar um dvalarleyfi synjað af Útlendingastofnun ellefu dögum sípar með vísan til ákvörðunar Vinnumálastofnunar. Kyana kærði í kjölfarið ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Þar óskaði Kyana eftir því að framfylgd brottvísunar hennar yrði frestað á meðan málið væri til meðferðar hjá kærunefnd og var fallist á þá beiðni. Kærunefnd synjaði kæru Kyönu þann 28. apríl síðastliðinn og hefur úrskurðurinn nú verið birtur á vef stjórnarráðsins. Kyana greindi jafnframt frá ákvörðuninni á TikTok þar sem hún sagði að hún bíði enn eftir ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins eftir að hún áfrýjaði úrskurði stofnunarinnar. „Við bíðum enn eftir ákvörðun ráðuneytisins, vegna þess að við áfrýjuðum ákvörðuninnni til þess, og það enduropnaði málið. Þannig að ef það gefur mér dvalarleyfi áður en ég þarf að yfirgefa landið verð ég góð,“ sagði Kyana á TikTok.
Innflytjendamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent