Lífið

„Ég vil vera á Íslandi því þetta er heimilið mitt“

Elísabet Hanna skrifar
Kyana Sue Powers vinnur við að búa til efni tengt Íslandi fyrir samfélagsmiðla.
Kyana Sue Powers vinnur við að búa til efni tengt Íslandi fyrir samfélagsmiðla. Skjáskot/Instagram

Davíð Goði Þorvarðarson gerði myndband um mögulega brottvísun Kyönu Sue Powers frá Íslandi sem hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Á innan við sólarhring voru vel yfir fimmtán þúsund manns búnir að sjá það á Instagram.

Fékk höfnun á dvalarleyfi

Ásamt myndbandinu er einnig í dreifingu undirskriftalisti til að halda henni á landinu. Kyana er fædd og uppalin í Boston en féll fyrir landinu þegar hún kom hingað sem túristi líkt og segir í myndbandinu hér að neðan. 

Nýlega sótti hún um dvalarleyfi sem hún sótti um á grundvelli sérfræðiþekkingar í sínu fagi en var hafnað og fékk bréf um að hún þyrfti að yfirgefa landið innan þrjátíu daga eða eiga hættu á því að vera vísað úr landi. 

„Ég vil vera á Íslandi því þetta er heimilið mitt,“

segir Kyana um landið í samtali við Vísi. „Ísland er jafn mikið heimilið mitt og það er þitt og hvað áttu að gera þegar þú ert rekin frá heimilinu þínu? Ég hef ekki stað til þess að fara á, maður planar ekki svona, maður planar ekki að vera tekinn af heimilinu sínu,“ bætir hún við.

Á fyrirtæki sem sérhæfir sig í efni tengdu Íslenskri náttúru

Kyana Sue stofnaði fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, ráðgjöf og markaðssetningu. 

Hún er einnig dugleg að deila myndböndum af landinu á sínum persónulegu samfélagsmiðlum þar sem hún er meðal annars Tik Tok stjarna með fjölmarga fylgjendur. Þar aðstoðar hún einnig aðra við að koma til landsins að skoða allar þær náttúruperlur sem Ísland býr yfir.

Kyana Sue skapar efni tengt íslenskri náttúru.Aðsend

Myndbandið hefur fengið mikla athygli

Myndbandið hér að ofan hefur vakið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum og finnst Kyönu ómetanlegt að finna allan stuðninginn.

„Ég er svo þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég er búin að finna eftir að myndbandið kom út,“ 
Kyana Sue segir Ísland vera heimilið sitt og vill vera hér áfram og lifa því lífi sem hún hefur byggt upp.Aðsend

segir hún og þakkar vini sínum Davíð Goða fyrir vel unnið myndband og lögfræðingnum sínum sem er að hjálpa henni í gegnum ferlið. Hún segir það stressandi að eiga á hættu að vera rekin frá heimilinu sínu sem Ísland er en segir þó:

„Ég er vongóð á það að fá að vera áfram, ég vil vera áfram og það er ekkert plan B fyrir mig.“




Tengdar fréttir

Georgíska fjölskyldan flutt úr landi í morgun

Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×