David James dáist að innköstum Sveindísar: „Rory Delap væri stoltur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2022 10:01 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar sigrinum á Barcelona ásamt Alexöndru Popp og Lynn Wilms. getty/Martin Rose Löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur halda áfram að vekja mikla athygli. Meðal þeirra sem dáist að þeim er fyrrverandi markvörður enska landsliðsins. David James, einn leikjahæsti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, fylgdist með seinni leik Wolfsburg og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn. Wolfsburg vann leikinn 2-0 og varð þar með fyrsta liðið til að sigra Barcelona á tímabilinu. Sveindís lék allan leikinn fyrir Wolfsburg og langt innkast hennar skapaði fyrra mark leiksins. Sigurinn dugði þó skammt því Barcelona vann fyrri leikinn, 5-1, og einvígið, 5-3 samanlagt. James var dolfallinn þegar hann sá Sveindísi grýta boltanum langt inn á vítateig Börsunga og deildi myndbandi af einu innkasti hennar á Twitter. Wow! Jonsdottir of @VfL_Frauen with a throw Delap would be proud of #UWCL pic.twitter.com/bt983IO9ZE— David James (@jamosfoundation) April 30, 2022 „Vá! Jónsdóttir í Wolfsburg með innkast sem Rory Delap væri stoltur af,“ skrifaði James og vísaði þar til fyrrverandi leikmanns Stoke City sem var þekktur fyrir rosalega löng innköst sín. Þau voru lengi vel helsta sóknarvopn Stoke og lið vildu frekar gefa hornspyrnur en innköst við vítateig sinn gegn Stoke. Sveindís hefur verið í byrjunarliði Wolfsburg í síðustu átta leikjum liðsins. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar og komið í bikarúrslit. Óhætt er að flokka hinn 51 árs James sem Íslandsvin en hann lék með ÍBV sumarið 2013, alls 23 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Sjá meira
David James, einn leikjahæsti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, fylgdist með seinni leik Wolfsburg og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn. Wolfsburg vann leikinn 2-0 og varð þar með fyrsta liðið til að sigra Barcelona á tímabilinu. Sveindís lék allan leikinn fyrir Wolfsburg og langt innkast hennar skapaði fyrra mark leiksins. Sigurinn dugði þó skammt því Barcelona vann fyrri leikinn, 5-1, og einvígið, 5-3 samanlagt. James var dolfallinn þegar hann sá Sveindísi grýta boltanum langt inn á vítateig Börsunga og deildi myndbandi af einu innkasti hennar á Twitter. Wow! Jonsdottir of @VfL_Frauen with a throw Delap would be proud of #UWCL pic.twitter.com/bt983IO9ZE— David James (@jamosfoundation) April 30, 2022 „Vá! Jónsdóttir í Wolfsburg með innkast sem Rory Delap væri stoltur af,“ skrifaði James og vísaði þar til fyrrverandi leikmanns Stoke City sem var þekktur fyrir rosalega löng innköst sín. Þau voru lengi vel helsta sóknarvopn Stoke og lið vildu frekar gefa hornspyrnur en innköst við vítateig sinn gegn Stoke. Sveindís hefur verið í byrjunarliði Wolfsburg í síðustu átta leikjum liðsins. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar og komið í bikarúrslit. Óhætt er að flokka hinn 51 árs James sem Íslandsvin en hann lék með ÍBV sumarið 2013, alls 23 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Sjá meira