Fótbolti

Sjáðu markið er Sveinn Aron kom Elfs­borg á bragðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Aron skoraði fyrsta mark Elfsborg í dag.
Sveinn Aron skoraði fyrsta mark Elfsborg í dag. Twittersíða Elfsborg

Elfsborg vann 6-0 stórsigur er liðið heimsótti Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði fyrsta mark leiksins.

Svarinn Aron kom gestunum yfir strax á 5. mínútu leiksins en þegar stundarfjórðungur var liðinn var staðan orðin 3-0 Elfsborg í vil. Staðan í hálfleik var 4-0 og lauk leiknum með 6-0 sigri gestanna.

Sveinn Aron spilaði 56 mínútur í liði Elfsborg á meðan Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á varamannabekknum.

Elfsborg er í 4. sæti með 10 stig að loknum sex umferðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.