Fótbolti

Sjáðu mynd­böndin: Tryllt fagnaðar­læti er Tra­bzon­­spor vann sinn fyrsta titil í 38 ár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var ekki mikið pláss til að spila fótbolta eftir leik þar sem völlurinn var fullur af stuðningsfólki.
Það var ekki mikið pláss til að spila fótbolta eftir leik þar sem völlurinn var fullur af stuðningsfólki. Evrim Aydin/Getty Images

Trabzonspor tryggði sinn fyrsta tyrkneska meistaratitil í 38 ár er liðið gerði 2-2 jafntefli við Antalyaspor um helgina. Allt ætlaði um koll að keyra er ljóst var að liðið væri orðið meistari, í raun ætlaði allt um koll að keyra áður en dómarinn flautaði til leiksloka.

Þó enn séu þrjár umferðir eftir af tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta er ljóst að Trabzonspor er meistari. Liðið hefur haft mikla yfirburði og dugði 2-2 jafntefli gegn Antalyaspor á laugardag til að tryggja fyrsta meistaratitil félagsins síðan 1984.

Leikurinn var þó ekki búinn þegar stuðningfólk liðsins óð inn á völlinn í gleðivímu. Á endanum var því komið til skila að enn ætti eftir að spila eina mínútu og svo mættu fagnaðarlætin hefjast. 

Stuðningsfólkið fór því aftur upp í stúku og óð svo aftur inn á völlinn skömmu síðar er loks var flautað til leiksloka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×