Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Árni Sæberg, Smári Jökull Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. maí 2022 07:40 Úkraínuforseti sagði í dag að hundrað manna hópur væri á leið frá Azovstal-stálverinu í Maríupol á svæði undir stjórn Úkraínumanna. Ap Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Svo virðist sem Úkraínumenn hafi náð að hindra sókn Rússa í austri í baráttu sunnan við borgina Izyum. Tekist hefur að rýma fólk úr stálverinu í Maríupól. Selenskí forseti sagði frá því að 100 manns hefðu komist þaðan fyrr í dag og svo 80 manns nú seinni partinn, þar á meðal konur og börn. Samkvæmt Reuters gæti rýming frá borginni Maríupól átt sér stað í dag en embættismenn hafa sagt íbúum sem vilja komast til borgarinnar Zaporizhzhia að safnast saman seinni partinn í dag. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hitti Vólódímír Selenskí í Úkraínu í dag en hún er hæstsetti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsótt hefur Úkraínu síðan stríðið hófst. Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol, segir Rússa hafa drepið tuttugu þúsund almenna borgara í borginni á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá upphafi innrásar þeirra. Til samanburðar nefndi hann að nasistar hefðu drepið tíu þúsund manns á þeim tveimur árum sem þeir réðu yfirráðum í borginni í seinni heimstyrjöldinni. Tuttugu særðum Úkraínumönnum tókst að flýja Azovstal-stálverið í Mariupol, sem Rússar hafa setið um síðan um miðjan apríl. Gervihnattamyndir sýna að verið er nánast allt að hruni komið. Talið er að fólkið fari til borgarinnar Zaporizhzhia, þar sem íbúar Mariupol hafa leitað skjóls í nokkrum mæli. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Svo virðist sem Úkraínumenn hafi náð að hindra sókn Rússa í austri í baráttu sunnan við borgina Izyum. Tekist hefur að rýma fólk úr stálverinu í Maríupól. Selenskí forseti sagði frá því að 100 manns hefðu komist þaðan fyrr í dag og svo 80 manns nú seinni partinn, þar á meðal konur og börn. Samkvæmt Reuters gæti rýming frá borginni Maríupól átt sér stað í dag en embættismenn hafa sagt íbúum sem vilja komast til borgarinnar Zaporizhzhia að safnast saman seinni partinn í dag. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hitti Vólódímír Selenskí í Úkraínu í dag en hún er hæstsetti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsótt hefur Úkraínu síðan stríðið hófst. Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol, segir Rússa hafa drepið tuttugu þúsund almenna borgara í borginni á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá upphafi innrásar þeirra. Til samanburðar nefndi hann að nasistar hefðu drepið tíu þúsund manns á þeim tveimur árum sem þeir réðu yfirráðum í borginni í seinni heimstyrjöldinni. Tuttugu særðum Úkraínumönnum tókst að flýja Azovstal-stálverið í Mariupol, sem Rússar hafa setið um síðan um miðjan apríl. Gervihnattamyndir sýna að verið er nánast allt að hruni komið. Talið er að fólkið fari til borgarinnar Zaporizhzhia, þar sem íbúar Mariupol hafa leitað skjóls í nokkrum mæli. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Sjá meira