Fótbolti

Lyng­by á toppinn eftir dramatískan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Freyr Alexandersson er kominn á topp dönsku B-deildarinnar.
Freyr Alexandersson er kominn á topp dönsku B-deildarinnar. Mynd/Lyngby

Lærisveinar Freys Alexanderssonar hjá Lyngby unnu hádramatískan 2-1 sigur á Helsingör er í dönsku B-deildinni í fótbolta. Sigurinn lyftir Lyngby upp á topp deildarinnar.

Mikil spenna var fyrir leikinn en gestirnir frá Helsingör hafði verið á toppi deildarinnar um dágóða stund. Eftir fjóra tapleiki í röð fundu leikmenn Lyngby lykt af blóði en sigur í dag myndi koma liðinu í toppsæti deildarinnar.

Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik þökk sé sjálfsmarki Nicklas Mouritsen og staðan 1-0 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin þegar klukkustund var liðin og stefndi í að leiknum myndi ljúka með 1-1 jafntefli.

Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma kom Sævar Atli Magnússon inn af bekknum, þremur mínútum síðar kom sigurmark heimamanna. Emil Nielsen kom boltanum í netið og allt ætlaði um koll að keyra. Nielsen nældi sér í gult spjald eftir fagnaðarlætin.

Lokatölur 2-1 og Lyngby komið á topp deildarinnar með 53 stig, líkt og AC Horsens sem er í 2. sætinu en liðin mætast í næstu umferð. Helsingör er í 3. sæti með 51 stig og Hvidovre í 4. með 50 stig. Efstu tvö lið deildarinnar fara upp í dönsku úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×