Fótbolti

Spila fyrsta leik sinn eftir að stríðið braust út og safna til styrktar Úkraínu

Sindri Sverrisson skrifar
Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, er lykilmaður í landsliði Úkraínu.
Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, er lykilmaður í landsliði Úkraínu. Getty/Robert Ghement

Úkraínska karlalandsliðið í fótbolta mun undirbúa sig í maí fyrir leikinn við Skotland sem fram fer í Glasgow 1. júní, í umspilinu um sæti á HM í Katar.

Í dag var greint frá því að Úkraínumenn muni mæta þýska félagsliðinu Borussia Mönchengladbach í vináttuleik í Þýskalandi 11. maí. Það verður fyrsti leikur Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar.

Allur ágóði af leiknum mun renna til góðgerðamála í Úkraínu.

Síðasti landsleikur Úkraínu var í nóvember þegar liðið vann 2-0 útisigur gegn Bosníu og tryggði sér sæti í HM-umspilinu. Liðið mætir Skotlandi 1. júní í undanúrslitum og sigurliðið spilar svo um HM-sæti við Wales í Cardiff fjórum dögum síðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.