Fótbolti

Zlatan heimsótti Mino Raiola á sjúkrahúsið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic hefur verið með Mino Raiola sem umboðsmann í næstum því tvo áratugi.
Zlatan Ibrahimovic hefur verið með Mino Raiola sem umboðsmann í næstum því tvo áratugi. Getty/Giuseppe Maffia

Umboðsmaðurinn frægi og umdeildi Mino Raiola var sagður látinn á mörgum fréttamiðlum í gær en lét svo sjálfur heiminn vita af því á Twitter að hann væri enn á lífi.

Raiola er hins vegar alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Einn af frægustu skjólstæðingum hans, Zlatan Ibrahimovic, heimsótti hann á sjúkrahúsið í Mílanó í gær. Aftonbladet sagði frá.

Instagram/@sportbladet

Raiola hefur séð um mál Ibrahimovic í næstum því tuttugu ár en hann er einnig umboðsmaður frægra fótboltamanna eins og Paul Pogba, Erling Haaland, Gianluigi Donnarumma, Marco Verratti, Mario Balotelli og Matthijs de Ligt.

Sænska ríkisútvarpið var í sambandi við Ítalíu vegna fréttanna af heilsuleysi Raiola í gær og fréttaritari þeirra, Jennifer Wegerup, sagði frá því að Zlatan hafi heimsótt Mino Raiola á sjúkrahúsið í gær.

Zlatan Ibrahimovic kom á San Raffaele sjúkrahúsið í Mílanó í gær en hann var ekki sáttur við spurningu frá ítölskum blaðamanni.

„Hann kom út af sjúkrahúsinu rétt áðan. Blaðamaður frá La Repubblica spurði hvort hann vildi segja eitthvað og þá svaraði Zlatan: Hvernig vogar þú þér að spyrja mig þessarar spurningar,“ sagði Jennifer Wegerup, fréttaritari SVT.

Hún sagði einnig frá því að það væri fullt af fólki og fjölmiðlamönnum fyrir utan sjúkrahúsið. Þar eru einnig margir stuðningsmenn AC Milan.


Tengdar fréttir

Raiola segist ekki vera látinn

Mino Raiola, frægasti umboðsmaður heims, segist ekki vera látinn, þvert á fréttir fjölmiðla um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×