Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2022 16:55 Inga Sæland í kosningabaráttunni síðastliðið haust. Flokkur fólksins vann kosningasigur og Tómas var meðal þeirra sem komst á þing. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi. Vísir greindi frá skilaboðum Tómasar til kunningja síns árið 2014 þegar Tómas var staddur í Taílandi. Þar lýsti Tómas veru sinni þar ytra. „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21,“ sagði Tómas í skilaboðunum. Kunninginn birti skilaboðin á Facebook á dögunum og hafa þau síðan farið í töluverða dreifingu manna á milli. Síðar í skilaboðunum, sem sjá má að neðan, segir Tommi ætla að „taka“ eina fyrir kunningja sinn. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ingu síðan í morgun vegna málsins. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, tjáði fréttastofu eftir hádegið að flokkurinn ætlaði að gefa sér góðan tíma til að ræða málið. Það væri sorglegt. Inga Sæland, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á fimmta tímanum, að málið væri afgreitt hjá flokknum. Öll sem eitt stæðu þétt við bak Tómasar. Viðtalið við Ingu má heyra hér að neðan. „Á sama tíma og við höfum óbeit á þessu orðbragði, sem hefur flogið um samfélagið sem eldur um akur, milli tveggja vina fyrir átta árum síðan, vil ég segja að okkur ber öllum saman um það að hjá hverjum Tómas A Tómasson, kallaður Tommi, sængaði í Taílandi fyrir átta árum, að það komi okkur akkurat ekkert við. Ekki frekar en það komi nokkrum öðrum við,“ sagði Inga. Hún segir málið persónulegt og vísar til þess að aðilinn sem kom skilaboðunum í dreifingu, með því að birta þau á Facebook og spyrja hvort sæmandi væri að Tómas væri þingmaður, væri nú látinn. Vinurinn hafi átt mjög bágt. Tommi hafi kynnst ástinni á Taílandi Henni finnst með ólíkindum að fjölmiðlar hafi látið sig málið varða. „Þetta er persónulegt mál og ég er eiginlega steinhissa að þetta sé komið á þetta flug.“ Inga notaði tækifærið og deildi með hlustendum Bylgjunnar sögu af einni ferð Tómasar til Taílands þar sem hann hafi orðið ástfanginn af konu, sem hafi verið hans ást í sex ár. Sótt landið heim og hitt fólkið hans. Hún viti ekki í hvaða ferð hans til Taílands hann hitti þá konu enda hefði hún ekki spurt. Inga segist eiginlega orðlaus. Þarna sé karlmaður sem hafi verið 64 ára á þessum tíma, einhleypur, og spyr hvers vegna samfélagið vilji skipta sér af því hjá hverjum Tómas sængi. Segir Tómas dæmdan af samfélaginu „Persónulega myndi ég segja að ég kæri mig ekkert um það að hafa alla þjóðina inni á rúmstokk hjá mér að segja mér hjá hverjum ég megi sænga eða ekki. Þetta er galið. Það er þannig sem mér líður.“ Hún segir Tómas vera dæmdan af samfélaginu fyrir eitthvað sem hann hafi alls ekkert gert, þ.e.a.s. að kaupa vændi. Halló virk í athugasemdum. Og @BubbiMorthens. Íslenskur þingmaður sem misnotar vald sitt og aðstöðu gagnvart ungum konum í Tælandi er ekki einhver að stunda kynlíf úti í bæ. Hann er valdakarl að beita ofbeldi.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) April 28, 2022 „Við stöndum þétt við bakið á Tomma.“ Þau Tómas hafi rætt saman og þannig hafi hún til dæmis heyrt af ástinni hans frá Taílandi til sex ára. Aðspurð segist hún þó ekki geta litið fram hjá orðfari Tómasar í skilaboðunum. Menn slái um sig í samtali við félagana „Við höfum óbeit á þessu orðfari. Þetta er ógeðslegt orðfar. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því.“ Hún sé þó eldri en tvævetur, verið til sjós og þar hafi ýmislegt verið látið falla karla á milli. „Oft ansi gróft, og eiginlega ógeðslegt oft á tíðum.“ Hún vekur athygli á því að menn slái stundum um sig í tveggja manna skilaboðaskrifum. En málinu sé lokið af hálfu Flokks fólksins. „Þetta eru endalokin hvað okkur varðar. Við komum ekki til með að gera neitt annað en að styðja okkar þingmann, og gerum það stolt hér eftir sem hingað til.“ Um það sé algjör einhugur hjá flokknum. Flokkur fólksins Alþingi Taíland Tengdar fréttir Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. 28. apríl 2022 16:11 Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Vísir greindi frá skilaboðum Tómasar til kunningja síns árið 2014 þegar Tómas var staddur í Taílandi. Þar lýsti Tómas veru sinni þar ytra. „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21,“ sagði Tómas í skilaboðunum. Kunninginn birti skilaboðin á Facebook á dögunum og hafa þau síðan farið í töluverða dreifingu manna á milli. Síðar í skilaboðunum, sem sjá má að neðan, segir Tommi ætla að „taka“ eina fyrir kunningja sinn. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ingu síðan í morgun vegna málsins. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, tjáði fréttastofu eftir hádegið að flokkurinn ætlaði að gefa sér góðan tíma til að ræða málið. Það væri sorglegt. Inga Sæland, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á fimmta tímanum, að málið væri afgreitt hjá flokknum. Öll sem eitt stæðu þétt við bak Tómasar. Viðtalið við Ingu má heyra hér að neðan. „Á sama tíma og við höfum óbeit á þessu orðbragði, sem hefur flogið um samfélagið sem eldur um akur, milli tveggja vina fyrir átta árum síðan, vil ég segja að okkur ber öllum saman um það að hjá hverjum Tómas A Tómasson, kallaður Tommi, sængaði í Taílandi fyrir átta árum, að það komi okkur akkurat ekkert við. Ekki frekar en það komi nokkrum öðrum við,“ sagði Inga. Hún segir málið persónulegt og vísar til þess að aðilinn sem kom skilaboðunum í dreifingu, með því að birta þau á Facebook og spyrja hvort sæmandi væri að Tómas væri þingmaður, væri nú látinn. Vinurinn hafi átt mjög bágt. Tommi hafi kynnst ástinni á Taílandi Henni finnst með ólíkindum að fjölmiðlar hafi látið sig málið varða. „Þetta er persónulegt mál og ég er eiginlega steinhissa að þetta sé komið á þetta flug.“ Inga notaði tækifærið og deildi með hlustendum Bylgjunnar sögu af einni ferð Tómasar til Taílands þar sem hann hafi orðið ástfanginn af konu, sem hafi verið hans ást í sex ár. Sótt landið heim og hitt fólkið hans. Hún viti ekki í hvaða ferð hans til Taílands hann hitti þá konu enda hefði hún ekki spurt. Inga segist eiginlega orðlaus. Þarna sé karlmaður sem hafi verið 64 ára á þessum tíma, einhleypur, og spyr hvers vegna samfélagið vilji skipta sér af því hjá hverjum Tómas sængi. Segir Tómas dæmdan af samfélaginu „Persónulega myndi ég segja að ég kæri mig ekkert um það að hafa alla þjóðina inni á rúmstokk hjá mér að segja mér hjá hverjum ég megi sænga eða ekki. Þetta er galið. Það er þannig sem mér líður.“ Hún segir Tómas vera dæmdan af samfélaginu fyrir eitthvað sem hann hafi alls ekkert gert, þ.e.a.s. að kaupa vændi. Halló virk í athugasemdum. Og @BubbiMorthens. Íslenskur þingmaður sem misnotar vald sitt og aðstöðu gagnvart ungum konum í Tælandi er ekki einhver að stunda kynlíf úti í bæ. Hann er valdakarl að beita ofbeldi.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) April 28, 2022 „Við stöndum þétt við bakið á Tomma.“ Þau Tómas hafi rætt saman og þannig hafi hún til dæmis heyrt af ástinni hans frá Taílandi til sex ára. Aðspurð segist hún þó ekki geta litið fram hjá orðfari Tómasar í skilaboðunum. Menn slái um sig í samtali við félagana „Við höfum óbeit á þessu orðfari. Þetta er ógeðslegt orðfar. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því.“ Hún sé þó eldri en tvævetur, verið til sjós og þar hafi ýmislegt verið látið falla karla á milli. „Oft ansi gróft, og eiginlega ógeðslegt oft á tíðum.“ Hún vekur athygli á því að menn slái stundum um sig í tveggja manna skilaboðaskrifum. En málinu sé lokið af hálfu Flokks fólksins. „Þetta eru endalokin hvað okkur varðar. Við komum ekki til með að gera neitt annað en að styðja okkar þingmann, og gerum það stolt hér eftir sem hingað til.“ Um það sé algjör einhugur hjá flokknum.
Flokkur fólksins Alþingi Taíland Tengdar fréttir Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. 28. apríl 2022 16:11 Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. 28. apríl 2022 16:11
Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24