Bíó og sjónvarp

Dýrið með þrettán tilnefningar til Eddunnar

Elísabet Hanna skrifar
Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason leika aðahlutverkin í Dýrinu, sem var framlag Íslands til Óskarsverðlauna og fagnaði meðal annars góðu gengi í kvikmyndahúsum vestanhafs.
Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason leika aðahlutverkin í Dýrinu, sem var framlag Íslands til Óskarsverðlauna og fagnaði meðal annars góðu gengi í kvikmyndahúsum vestanhafs. Pegasus

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2022 voru tilkynntar í dag. Kvikmyndin Dýrið er tilnefnd til þrettán verðlauna og er því með flestar tilnefningar.

Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. Gjaldgeng til verðlaunanna voru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem sýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2021. Verðlaunin sjálf verða síðan veitt 18. september. 

Fjölbreytt kvikmynda- og sjónvarpsár á Íslandi

Þegar rýnt er í tilnefningarnar kennir ýmissa grasa eins og venjulega. 

Wolka er næst á eftir Dýrinu þegar litið er til kvikmynda með átta tilnefningar og Leynilögga með sjö. Þegar litið er til sjónvarpsþátta eru Katla og Systrabönd efstir með tíu tilnefningar.

Verk á vegum Stöðvar 2 eru með alls sautján tilnefningar. Þar á meðal eru fréttaskýringaþættirnir Kompás og Martröðin á Hjalteyri sem eru unnir af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Árni Ólafur Ásgeirsson er tilnefndur fyrir leikstjórn sína í myndinni Wolka, hans fjórðu kvikmyndar en hann féll frá í fyrra í kjölfar alvarlegra veikinda. Hann átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri.

Nokkrir einstaklingar fá tvær tilnefningar; Margrét Einarsdóttir fyrir búninga í myndunum Dýrið og Lille Sommerfugl, Salóme Þorkelsdóttir í flokknum upptöku- eða útsendingastjóri ársins fyrir Straumar og Tónaflóð á Menningarnótt, Björn Hlynur Haraldsson sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir Leynilöggu og Dýrið og Jóhann Ævar Grímsson fyrir handrit ársins fyrir Stellu Blómkvist II og Systrabönd.

Hér að neðan má sjá allar tilnefningarnar.


Kvikmynd ársins

 • Dýrið / Go To Sheep
 • Leynilögga / Pegasus
 • Wolka / Sagafilm

Leikið sjónvarpsefni ársins

 • Katla
 • Systrabönd
 • Vegferð

Leikstjóri ársins

 • Árni Ólafur Ásgeirsson fyrir Wolka
 • Hannes Þór Halldórsson fyrir Leynilögga
 • Óskar Þór Axelsson & Þóra Hilmarsdóttir fyrir Stella Blómkvist II
 • Silja Hauksdóttir fyrir Systrabönd
 • Valdimar Jóhannsson fyrir Dýrið

Leikari ársins í aðalhlutverki

 • Björn Thors fyrir Katla
 • Egill Einarsson fyrir Leynilögga
 • Hilmir Snær Guðnason fyrir Dýrið
 • Ólafur Darri Ólafsson fyrir Vegferð
 • Víkingur Kristjánsson fyrir Vegferð

Leikkona ársins í aðalhlutverki

 • Ilmur Kristjánsdóttir fyrir Systrabönd
 • Íris Tanja Flygenring fyrir Katla
 • Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir fyrir Systrabönd
 • Lilja Nótt Þórarinsdóttir fyrir Systrabönd
 • Olga Boladz fyrir Wolka

Leikari ársins í aukahlutverki

 • Björn Hlynur Haraldsson fyrir Dýrið
 • Björn Hlynur Haraldsson fyrir Leynilögga
 • Hlynur Atli Harðarson fyrir Katla
 • Jónas Björn Guðmundsson fyrir Harmur
 • Sveinn Geirsson fyrir Systrabönd

Leikkona ársins í aukahlutverki

 • Anna Moskal fyrir Wolka
 • Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Systrabönd
 • María Heba Þorkelsdóttir fyrir Systrabönd
 • Sólveig Arnarsdóttir fyrir Katla
 • Vivian Ólafsdóttir fyrir Leynilögga

Búningar ársins

 • Brynja Skjaldardóttir fyrir Wolka
 • Margrét Einarsdóttir fyrir Dýrið
 • Margrét Einarsdóttir fyrir Lille Sommerfugl

Gervi ársins

 • Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir fyrir Ófærð 3
 • Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Dýrið
 • Ragna Fossberg fyrir Katla

Leikmynd ársins

 • Lásló Rajk fyrir Alma
 • Marta Luiza Macuga fyrir Wolka
 • Rollin Hunt fyrir Stella Blómkvist II
 • Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Dýrið
 • Sunneva Ása Weisshappel fyrir Katla

Brellur ársins

 • Frederik Nord & Peter Hjorth fyrir Dýrið
 • Monopix, ShortCut, NetFx & Davíð Jón Ögmundsson fyrir Katla
 • Rob Tasker fyrir Systrabönd

Handrit ársins

 • Jóhann Ævar Grímsson, Jónas Margeir Ingólfsson, Snjólaug Lúðvíksdóttir & Dóra Jóhannsdóttir fyrir Stella Blómkvist II
 • Jóhann Ævar Grímsson, Silja Hauksdóttir, Björg Magnúsdóttir & Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir fyrir Systrabönd
 • Nína Petersen, Sverrir Þór Sverrisson & Hannes Þór Halldórsson fyrir Leynilögga
 • Sigurður Pétursson & Einar Þór Gunnlaugsson fyrir Korter yfir sjö
 • Valdimar Jóhannsson & Sjón fyrir Dýrið

Frétta- og viðtalsþáttur ársins

 • Kompás
 • Kveikur
 • Leitin að upprunanum
 • Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri
 • Ofsóknir

Skemmtiþáttur ársins

 • Áramótaskaupið 2021
 • Blindur Bakstur
 • Hraðfréttajól
 • Stóra Sviðið
 • Vikan með Gísla Marteini

Íþróttaefni ársins

 • EM í dag
 • Pepsi Max deildin (Karla & kvenna)
 • Skólahreysti
 • Undankeppni HM karla í fótbolta
 • Víkingar: Fullkominn endir

Mannlífsþáttur ársins

 • Allskonar kynlíf
 • Dagur í lífi
 • Gulli Byggir / Stöð 2
 • Heil og sæl? / Pegasus
 • Missir / Republik

Menningarþáttur ársins

 • Framkoma 3
 • Fyrir alla muni 2
 • Lesblinda
 • Menningin
 • Tónlistarmennirnir okkar

Heimildamynd ársins

 • Hvunndagshetjur / Kvikmyndafélag Íslands
 • Hækkum rána / Sagafilm
 • Tídægra/Apausalypse / Elsku Rut ehf, Lokaútgáfan, Ground Control Productions, Ursus Parvus 

Kvikmyndataka ársins

 • Andri Haraldsson fyrir Tídægra / Apausalypse
 • Anton Karl Kristensen fyrir Harmur
 • Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Þorpið í bakgarðinum
 • Eli Arenson fyrir Dýrið
 • Marek Rajca PSC fyrir Wolka

Tónlist ársins

 • Frank Hall fyrir Stella Blómkvist II
 • Högni Egilsson fyrir Katla
 • Jófríður Ákadóttir fyrir Þorpið í bakgarðinum
 • Sunna Gunnlaugsdóttir fyrir Ísland: Bíóland
 • Þórarinn Guðnason fyrir Dýrið

Klipping ársins

 • Agnieszka Glinska fyrir Dýrið
 • Guðni Hilmar Halldórsson & Hannes Þór Halldórsson fyrir Leynilögga
 • Jakob Halldórsson fyrir Hækkum rána
 • Mateusz Rybka PSM fyrir Wolka
 • Valdís Óskarsdóttir & Marteinn Þórsson fyrir Þorpið í bakgarðinum

Hljóð ársins

 • Björn Viktorsson fyrir Lille Sommerfugl
 • Huldar Freyr Arnarson fyrir Katla
 • Ingvar Lundberg & Björn Viktorsson fyrir Dýrið

Barna- og unglingaefni ársins

 • Benedikt búálfur / Trabant
 • Birta / H.M.S. Production
 • Krakkafréttir / RÚV
 • Stundin okkar / RÚV
 • Tilraunir með Vísinda Villa / Trabant

Upptöku- eða útsendingarstjóri ársins

 • Björn Emilsson fyrir Ljótu hálfvitarnir
 • Gísli Berg & Samúel Bjarki Pétursson fyrir Kappsmál
 • Salóme Þorkelsdóttir fyrir Straumar
 • Salóme Þorkelsdóttir fyrir Tónaflóð á Menningarnótt
 • Þór Freysson fyrir Tilraunir með Vísinda Villa

Stuttmynd ársins

 • Blindhæð / Majestic Productions
 • Heartless / Reykjavík Rocket, Sagafilm
 • When We Are Born / Akkeri Films, Mercury Studios, Petites Planetes, Ólafur Arnalds

Sjónvarpsmaður ársins

 • Edda Sif Pálsdóttir
 • Guðrún Sóley Gestsdóttir
 • Helgi Seljan
 • Kristjana Arnarsdóttir
 • Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

Tengdar fréttir

Edduverðlaunin 2021 afhent: Gullregn sigurvegari kvöldsins

Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV.

Brot fær fimmtán tilnefningar til Eddunnar

Nú hafa allar tilnefningar til Eddunnar verið opinberar en Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.