Árni Ólafur er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 21:43 Árni Ólafur Ásgeirsson er látinn 49 ára að aldri. Getty/J. Vespa Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri er látinn, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son. Árni var fæddur í Reykjavík árið 1972 og átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri. Hann nam kvikmyndaleikstjórn í kvikmyndaskólanum í Lodz í Póllandi og útskrifaðist þaðan árið 2001. Þetta kemur fram í frétt Klapptrés. Árni átti glæstan feril í kvikmyndabransanum og vakti stuttmynd hans Anna‘s dag, frá árinu 2003, gríðarlega athygli erlendis og var meðal annars verðlaunuð á Clermont-Ferrard kvikmyndahátíðinni. Árni var einn handritshöfunda kvikmyndarinnar Maður eins og ég, sem gefin var út árið 2002, en fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði kom út árið 2006 en það var myndin Blóðbönd. Myndin hlaut fimm tilnefningar til Edduverðlauna en hún var einnig tilnefnd til norrænu kvikmyndaverðlaunanna Amanda. Þá var myndin sýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni frægu. Önnur bíómynd Árna, Brim, var einnig lofuð af gagnrýnendum en var hún tilnefnd til ellefu Edduverðlauna og hlaut hún sex þeirra verðlauna. Þar á meðal var hún valin sem kvikmynd ársins. Þá var Brim einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var hún sýnd á fjölda hátíða um heim allan. Árni leikstýrði einnig teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Árni starfaði lengi við gerð sjónvarpsauglýsinga erlendis og kenndi kvikmyndaleik við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Wolka, pólsk-íslensk mynd, er þá væntanleg síðar á þessu ári en Árni hafði nýlokið við vinnslu hennar, hans fjórðu kvikmyndar. Þá stóð til að Árni hæfi tökur á þáttaröð í Póllandi í vor fyrir streymisveituna Netflix, en hann skrifaði handritið ásamt öðrum. Andlát Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Árni var fæddur í Reykjavík árið 1972 og átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri. Hann nam kvikmyndaleikstjórn í kvikmyndaskólanum í Lodz í Póllandi og útskrifaðist þaðan árið 2001. Þetta kemur fram í frétt Klapptrés. Árni átti glæstan feril í kvikmyndabransanum og vakti stuttmynd hans Anna‘s dag, frá árinu 2003, gríðarlega athygli erlendis og var meðal annars verðlaunuð á Clermont-Ferrard kvikmyndahátíðinni. Árni var einn handritshöfunda kvikmyndarinnar Maður eins og ég, sem gefin var út árið 2002, en fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði kom út árið 2006 en það var myndin Blóðbönd. Myndin hlaut fimm tilnefningar til Edduverðlauna en hún var einnig tilnefnd til norrænu kvikmyndaverðlaunanna Amanda. Þá var myndin sýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni frægu. Önnur bíómynd Árna, Brim, var einnig lofuð af gagnrýnendum en var hún tilnefnd til ellefu Edduverðlauna og hlaut hún sex þeirra verðlauna. Þar á meðal var hún valin sem kvikmynd ársins. Þá var Brim einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var hún sýnd á fjölda hátíða um heim allan. Árni leikstýrði einnig teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Árni starfaði lengi við gerð sjónvarpsauglýsinga erlendis og kenndi kvikmyndaleik við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Wolka, pólsk-íslensk mynd, er þá væntanleg síðar á þessu ári en Árni hafði nýlokið við vinnslu hennar, hans fjórðu kvikmyndar. Þá stóð til að Árni hæfi tökur á þáttaröð í Póllandi í vor fyrir streymisveituna Netflix, en hann skrifaði handritið ásamt öðrum.
Andlát Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira