Árni Ólafur er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 21:43 Árni Ólafur Ásgeirsson er látinn 49 ára að aldri. Getty/J. Vespa Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri er látinn, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son. Árni var fæddur í Reykjavík árið 1972 og átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri. Hann nam kvikmyndaleikstjórn í kvikmyndaskólanum í Lodz í Póllandi og útskrifaðist þaðan árið 2001. Þetta kemur fram í frétt Klapptrés. Árni átti glæstan feril í kvikmyndabransanum og vakti stuttmynd hans Anna‘s dag, frá árinu 2003, gríðarlega athygli erlendis og var meðal annars verðlaunuð á Clermont-Ferrard kvikmyndahátíðinni. Árni var einn handritshöfunda kvikmyndarinnar Maður eins og ég, sem gefin var út árið 2002, en fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði kom út árið 2006 en það var myndin Blóðbönd. Myndin hlaut fimm tilnefningar til Edduverðlauna en hún var einnig tilnefnd til norrænu kvikmyndaverðlaunanna Amanda. Þá var myndin sýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni frægu. Önnur bíómynd Árna, Brim, var einnig lofuð af gagnrýnendum en var hún tilnefnd til ellefu Edduverðlauna og hlaut hún sex þeirra verðlauna. Þar á meðal var hún valin sem kvikmynd ársins. Þá var Brim einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var hún sýnd á fjölda hátíða um heim allan. Árni leikstýrði einnig teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Árni starfaði lengi við gerð sjónvarpsauglýsinga erlendis og kenndi kvikmyndaleik við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Wolka, pólsk-íslensk mynd, er þá væntanleg síðar á þessu ári en Árni hafði nýlokið við vinnslu hennar, hans fjórðu kvikmyndar. Þá stóð til að Árni hæfi tökur á þáttaröð í Póllandi í vor fyrir streymisveituna Netflix, en hann skrifaði handritið ásamt öðrum. Andlát Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Árni var fæddur í Reykjavík árið 1972 og átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri. Hann nam kvikmyndaleikstjórn í kvikmyndaskólanum í Lodz í Póllandi og útskrifaðist þaðan árið 2001. Þetta kemur fram í frétt Klapptrés. Árni átti glæstan feril í kvikmyndabransanum og vakti stuttmynd hans Anna‘s dag, frá árinu 2003, gríðarlega athygli erlendis og var meðal annars verðlaunuð á Clermont-Ferrard kvikmyndahátíðinni. Árni var einn handritshöfunda kvikmyndarinnar Maður eins og ég, sem gefin var út árið 2002, en fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði kom út árið 2006 en það var myndin Blóðbönd. Myndin hlaut fimm tilnefningar til Edduverðlauna en hún var einnig tilnefnd til norrænu kvikmyndaverðlaunanna Amanda. Þá var myndin sýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni frægu. Önnur bíómynd Árna, Brim, var einnig lofuð af gagnrýnendum en var hún tilnefnd til ellefu Edduverðlauna og hlaut hún sex þeirra verðlauna. Þar á meðal var hún valin sem kvikmynd ársins. Þá var Brim einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var hún sýnd á fjölda hátíða um heim allan. Árni leikstýrði einnig teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Árni starfaði lengi við gerð sjónvarpsauglýsinga erlendis og kenndi kvikmyndaleik við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Wolka, pólsk-íslensk mynd, er þá væntanleg síðar á þessu ári en Árni hafði nýlokið við vinnslu hennar, hans fjórðu kvikmyndar. Þá stóð til að Árni hæfi tökur á þáttaröð í Póllandi í vor fyrir streymisveituna Netflix, en hann skrifaði handritið ásamt öðrum.
Andlát Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira