Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2026 14:31 Leonardo DiCaprio er stærsti leikari samtímans og það er því hlustað þegar hann tjáir sig um kvikmyndaiðnaðinn. EPA/TOLGA AKMEN Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur miklar áhyggjur af framtíð kvikmyndahúsa. Hann segir breytingar í kvikmyndaiðnaðinum nú gerast á ógnarhraða og óttast að kvikmyndahús endi á svipuðum stað og djassklúbbar hvað varðar aðsókn. Þetta kemur fram í viðtali við leikarann í breska blaðinu The Times of London. Þar segist hann velta vöngum yfir því hvort almenningur hafi enn áhuga á kvikmyndahúsum og óttast að þeirra bíði að verða einungis áfangastaður fárra en áhugasamra ofuraðdáenda. Risavaxin breyting „Þetta er að breytast á ógnarhraða,“ segir DiCaprio við miðilinn og á þar við kvikmyndaiðnaðinn. „Við erum að horfa upp á risavaxna breytingu. Fyrst hurfu heimildarmyndir úr kvikmyndahúsunum. Núna fá leiknar myndir aðeins takmarkaðan tíma í sýningu og fólk bíður með að horfa á þær á streymisveitum. Ég veit ekki.“ Hvað sem verður í framtíðinni segist leikarinn vona að kvikmyndagerðarfólk framtíðar fái að sýna afrakstur vinnu sinnar á hvíta tjaldinu. „Ég vona bara að nógu margir sem eru sannir hugsjónamenn fái tækifæri til að gera einstaka hluti í framtíðinni sem sjást í kvikmyndahúsum. En það á eftir að koma í ljós.“ Óskarsverðlaunahafinn hefur farið mikinn undanfarið í viðtölum og tjáð sig um gervigreind. Hann vill ekki sjá tæknina nýtta í kvikmyndum nútímans og segir hana gersneydda mennsku og geti því aldrei í raun og veru verið metin sem list. „Þetta gæti verið tæki fyrir ungan kvikmyndagerðarmann til að gera eitthvað sem við höfum aldrei séð áður,“ sagði DiCaprio um gervigreind. „Ég held að allt sem á að teljast ósvikin list verði að koma frá manneskju. Annars – hefurðu ekki heyrt þessi lög sem eru samansuða og alveg frábær og þú hugsar: „Guð minn góður, þetta er Michael Jackson að syngja lag með The Weeknd,“ eða „Þetta er fönk úr laginu „Bonita Applebum“ með A Tribe Called Quest, flutt með, þú veist, eins konar Al Green sálar-söngrödd, og það er frábært.“ Og þú hugsar: „Töff.“ En svo fær það sínar fimmtán mínútur af frægð og hverfur svo út í tómið með öðru internetrusli. Það er engin festing í því. Það er engin mennska í því, þótt það sé frábært.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við leikarann í breska blaðinu The Times of London. Þar segist hann velta vöngum yfir því hvort almenningur hafi enn áhuga á kvikmyndahúsum og óttast að þeirra bíði að verða einungis áfangastaður fárra en áhugasamra ofuraðdáenda. Risavaxin breyting „Þetta er að breytast á ógnarhraða,“ segir DiCaprio við miðilinn og á þar við kvikmyndaiðnaðinn. „Við erum að horfa upp á risavaxna breytingu. Fyrst hurfu heimildarmyndir úr kvikmyndahúsunum. Núna fá leiknar myndir aðeins takmarkaðan tíma í sýningu og fólk bíður með að horfa á þær á streymisveitum. Ég veit ekki.“ Hvað sem verður í framtíðinni segist leikarinn vona að kvikmyndagerðarfólk framtíðar fái að sýna afrakstur vinnu sinnar á hvíta tjaldinu. „Ég vona bara að nógu margir sem eru sannir hugsjónamenn fái tækifæri til að gera einstaka hluti í framtíðinni sem sjást í kvikmyndahúsum. En það á eftir að koma í ljós.“ Óskarsverðlaunahafinn hefur farið mikinn undanfarið í viðtölum og tjáð sig um gervigreind. Hann vill ekki sjá tæknina nýtta í kvikmyndum nútímans og segir hana gersneydda mennsku og geti því aldrei í raun og veru verið metin sem list. „Þetta gæti verið tæki fyrir ungan kvikmyndagerðarmann til að gera eitthvað sem við höfum aldrei séð áður,“ sagði DiCaprio um gervigreind. „Ég held að allt sem á að teljast ósvikin list verði að koma frá manneskju. Annars – hefurðu ekki heyrt þessi lög sem eru samansuða og alveg frábær og þú hugsar: „Guð minn góður, þetta er Michael Jackson að syngja lag með The Weeknd,“ eða „Þetta er fönk úr laginu „Bonita Applebum“ með A Tribe Called Quest, flutt með, þú veist, eins konar Al Green sálar-söngrödd, og það er frábært.“ Og þú hugsar: „Töff.“ En svo fær það sínar fimmtán mínútur af frægð og hverfur svo út í tómið með öðru internetrusli. Það er engin festing í því. Það er engin mennska í því, þótt það sé frábært.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira