Fótbolti

Inter býður AC Milan upp á meistaratitilinn

Atli Arason skrifar
Lautaro Martinez, leikmaður Inter Milan, sefur sennilega ekki vel í nótt. 
Lautaro Martinez, leikmaður Inter Milan, sefur sennilega ekki vel í nótt.  Getty Images

Inter var sjálfum sér verst í kvöld er þeir töpuðu mjög óvænt á móti Bologna á útivelli, 2-1. Tapið heggur skarð í titilvonir liðsins.

Inter komst yfir á 3. mínútu leiksins með marki Ivan Perisic eftir frábært einstaklingsframtak.

Lautaro Martinez fékk a.m.k. tvö tilvalin tækifæri til að bæta við öðru marki eftir mark Perisic en skot hans fóru framhjá markinu. Þau klúður áttu svo eftir bíta Inter í rassinn þar sem Marko Arnautovic stýrði fyrirgjöf Musa Barrow í netið til að jafna leikinn á 28. mínútu og staðan var jöfn í hálfleik.

Eftir klukkutíma leik bættu gestirnir í sóknarlínuna þegar bæði Edin Dzeko og Alexis Sanchez komu inn á völlinn. Það gekk þó ekki betur en svo að Inter var of þunnt til baka og Bologna nýtti sér það með því að skora sigurmarkið þegar Nicola Sansone, framherji Bologna, nýtti sér mistök Ionut Radu, markvarðar Inter, og skoraði í autt netið.

Fyrsta tap Inter í meira en tvo mánuði staðreynd og vonir þeirra að verja meistaratitilinn komnar í uppnám. Inter er nú tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í AC Milan þegar einungis fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×