Ásmundur: Erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2022 19:55 Ásmundur sagðist ekki getað beðið um mikið meira en það sem hans stelpur gerðu í dag. Vísir/Vilhelm „Ég held við getum ekki farið fram á meira. Við bjuggumst við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við erum að spila við. Við komum okkur í góða stöðu snemma í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur Blika á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Breiðablik og Blikaliðið þá verið mikið betri aðilinn á vellinum. „Það var gott að skora í byrjun seinni hálfleiks og ná fjórða markinu. Svo féllu þær svolítið niður og lokuðu vel þannig að það hægðist á leiknum. Við vorum að reyna, vorum að halda í boltann en auðvitað er alltaf hætta að það komi eitthvað í bakið á manni ef boltinn tapast.“ Þór/KA beit frá sér síðari hluta seinni hálfleiks og náðu verðskuldað inn marki. „Leikurinn fjaraði hálfpartinn út og við urðum værukærar og þær fengu möguleika og náðu marki fullkomlega verðskuldað. 4-1 sigur, við erum ánægð með það.“ Breiðablik átti í vandræðum með að verjast hornspyrnum Þórs/KA í síðari hálfleik og skapaðist oft á tíðum hætta þá. „Hluti af því að vera værukær er að þá ertu undir í þessum föstu leikatriðum og návígjum sem við vorum ekki framan af. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Hafrún Rakel Halldórsdóttir var búin að skora tvö mörk á fyrsta hálftímanum í dag og kom af feykikrafti inn í leikinn. „Hún var gríðarlega öflug. Hún hefur verið í vandræðum með meiðsli í vetur og ekki alveg komin í hundrað prósent stand. Við vonuðumst til að hún gæti klárað fram að hálfleik en því miður kom eitthvað uppá í ristinni og við vonum að það verði ekki brot en það kemur í ljós eftir myndatöku.“ Natasha Anasi kom til Breiðabliks í hafsentinum og kemur mjög öflug inn í miðvarðarstöðu Breiðabliks. „Ég hef sagt að mér finnst hópurinn öflugur og vill ekki taka einhverja eina út. Við erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið úr honum. Það eru margar góðar og við erum ánægð með breiddina eins og staðan er,“ sagði Ásmundur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. 27. apríl 2022 19:22 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Breiðablik og Blikaliðið þá verið mikið betri aðilinn á vellinum. „Það var gott að skora í byrjun seinni hálfleiks og ná fjórða markinu. Svo féllu þær svolítið niður og lokuðu vel þannig að það hægðist á leiknum. Við vorum að reyna, vorum að halda í boltann en auðvitað er alltaf hætta að það komi eitthvað í bakið á manni ef boltinn tapast.“ Þór/KA beit frá sér síðari hluta seinni hálfleiks og náðu verðskuldað inn marki. „Leikurinn fjaraði hálfpartinn út og við urðum værukærar og þær fengu möguleika og náðu marki fullkomlega verðskuldað. 4-1 sigur, við erum ánægð með það.“ Breiðablik átti í vandræðum með að verjast hornspyrnum Þórs/KA í síðari hálfleik og skapaðist oft á tíðum hætta þá. „Hluti af því að vera værukær er að þá ertu undir í þessum föstu leikatriðum og návígjum sem við vorum ekki framan af. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Hafrún Rakel Halldórsdóttir var búin að skora tvö mörk á fyrsta hálftímanum í dag og kom af feykikrafti inn í leikinn. „Hún var gríðarlega öflug. Hún hefur verið í vandræðum með meiðsli í vetur og ekki alveg komin í hundrað prósent stand. Við vonuðumst til að hún gæti klárað fram að hálfleik en því miður kom eitthvað uppá í ristinni og við vonum að það verði ekki brot en það kemur í ljós eftir myndatöku.“ Natasha Anasi kom til Breiðabliks í hafsentinum og kemur mjög öflug inn í miðvarðarstöðu Breiðabliks. „Ég hef sagt að mér finnst hópurinn öflugur og vill ekki taka einhverja eina út. Við erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið úr honum. Það eru margar góðar og við erum ánægð með breiddina eins og staðan er,“ sagði Ásmundur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. 27. apríl 2022 19:22 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. 27. apríl 2022 19:22