Ásmundur: Erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2022 19:55 Ásmundur sagðist ekki getað beðið um mikið meira en það sem hans stelpur gerðu í dag. Vísir/Vilhelm „Ég held við getum ekki farið fram á meira. Við bjuggumst við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við erum að spila við. Við komum okkur í góða stöðu snemma í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur Blika á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Breiðablik og Blikaliðið þá verið mikið betri aðilinn á vellinum. „Það var gott að skora í byrjun seinni hálfleiks og ná fjórða markinu. Svo féllu þær svolítið niður og lokuðu vel þannig að það hægðist á leiknum. Við vorum að reyna, vorum að halda í boltann en auðvitað er alltaf hætta að það komi eitthvað í bakið á manni ef boltinn tapast.“ Þór/KA beit frá sér síðari hluta seinni hálfleiks og náðu verðskuldað inn marki. „Leikurinn fjaraði hálfpartinn út og við urðum værukærar og þær fengu möguleika og náðu marki fullkomlega verðskuldað. 4-1 sigur, við erum ánægð með það.“ Breiðablik átti í vandræðum með að verjast hornspyrnum Þórs/KA í síðari hálfleik og skapaðist oft á tíðum hætta þá. „Hluti af því að vera værukær er að þá ertu undir í þessum föstu leikatriðum og návígjum sem við vorum ekki framan af. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Hafrún Rakel Halldórsdóttir var búin að skora tvö mörk á fyrsta hálftímanum í dag og kom af feykikrafti inn í leikinn. „Hún var gríðarlega öflug. Hún hefur verið í vandræðum með meiðsli í vetur og ekki alveg komin í hundrað prósent stand. Við vonuðumst til að hún gæti klárað fram að hálfleik en því miður kom eitthvað uppá í ristinni og við vonum að það verði ekki brot en það kemur í ljós eftir myndatöku.“ Natasha Anasi kom til Breiðabliks í hafsentinum og kemur mjög öflug inn í miðvarðarstöðu Breiðabliks. „Ég hef sagt að mér finnst hópurinn öflugur og vill ekki taka einhverja eina út. Við erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið úr honum. Það eru margar góðar og við erum ánægð með breiddina eins og staðan er,“ sagði Ásmundur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. 27. apríl 2022 19:22 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Sjá meira
Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Breiðablik og Blikaliðið þá verið mikið betri aðilinn á vellinum. „Það var gott að skora í byrjun seinni hálfleiks og ná fjórða markinu. Svo féllu þær svolítið niður og lokuðu vel þannig að það hægðist á leiknum. Við vorum að reyna, vorum að halda í boltann en auðvitað er alltaf hætta að það komi eitthvað í bakið á manni ef boltinn tapast.“ Þór/KA beit frá sér síðari hluta seinni hálfleiks og náðu verðskuldað inn marki. „Leikurinn fjaraði hálfpartinn út og við urðum værukærar og þær fengu möguleika og náðu marki fullkomlega verðskuldað. 4-1 sigur, við erum ánægð með það.“ Breiðablik átti í vandræðum með að verjast hornspyrnum Þórs/KA í síðari hálfleik og skapaðist oft á tíðum hætta þá. „Hluti af því að vera værukær er að þá ertu undir í þessum föstu leikatriðum og návígjum sem við vorum ekki framan af. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Hafrún Rakel Halldórsdóttir var búin að skora tvö mörk á fyrsta hálftímanum í dag og kom af feykikrafti inn í leikinn. „Hún var gríðarlega öflug. Hún hefur verið í vandræðum með meiðsli í vetur og ekki alveg komin í hundrað prósent stand. Við vonuðumst til að hún gæti klárað fram að hálfleik en því miður kom eitthvað uppá í ristinni og við vonum að það verði ekki brot en það kemur í ljós eftir myndatöku.“ Natasha Anasi kom til Breiðabliks í hafsentinum og kemur mjög öflug inn í miðvarðarstöðu Breiðabliks. „Ég hef sagt að mér finnst hópurinn öflugur og vill ekki taka einhverja eina út. Við erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið úr honum. Það eru margar góðar og við erum ánægð með breiddina eins og staðan er,“ sagði Ásmundur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. 27. apríl 2022 19:22 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. 27. apríl 2022 19:22