Innlent

Ríkis­stjórnin kol­fallin sam­kvæmt nýrri könnun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson á Kjarvalsstöðum við kynningu á síðasta stjórnarsáttmála síðasta haust.
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson á Kjarvalsstöðum við kynningu á síðasta stjórnarsáttmála síðasta haust. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír –Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn –mælast með tæplega fjörutíu prósenta fylgi í nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið.

Ríkisstjórnin er því kolfallin en flokkarnir fengju samkvæmt könnuninni 26 þingmenn en 32 þarf til að mynda meirihluta á Alþingi. 

Í dag eru flokkarnir með þrjátíu og átta manna meirihluta og því tapa ríkisstjórnarflokkarnir tólf þingmönnum. 

Verstu útreiðina fær Sjálfstæðisflokkurinn, sem mælist með 17,9 prósenta fylgi en fékk 24,4 prósent í kosningunum. Framsóknarflokkur tapar fimm prósentum og mælist nú með 12,4 prósent og Vinstri græn tapa þremur prósentum og mælast með 9,6 prósent. 

Á móti sækja Píratar og Samfylkingin verulega í sig veðrið og bæta báðir flokkarnir við sig um sjö prósentum. Samfylkingin mælist nú með 16,8 prósent en Píratar 16,2 prósent. 

Viðreisn sækir minna í sig veðrið en bætir þó við sig um einu og hálfu prósenti og mælist með 9,6 prósent. 

Hinir stjórnarandstöðuflokkarnir, Flokkur fólksins og Miðflokkur, tapa hinsvegar fylgi, Flokkur fólksins missir einn mann en Miðflokkurinn nær ekki inn manni samkvæmt könnuninni.


Tengdar fréttir

Fylgi hrynur af stjórnarflokkum eftir bankasölu og Búnaðarþing

Fylgi hefur hrunið af stjórnarflokkunum eftir að umræða um Búnaðarþingsmálið og söluna á Íslandsbanka komst í hámæli. Stjórnarflokkarnir hafa samanlagt tapað um átta prósentustiga fylgi á örfáum dögum. Á sama tíma hefur fylgi Pírata og Samfylkingar stóraukist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×