Anfield fær ekki EM-leiki af því hann er of lítill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Divock Origi skorar mark sitt fyrir Liverpool á móti Everton á Anfield um helgina fyrir framan Kop-stúkuna frægu. AP/Jon Super Liverpool spilar undanúrslitaleik í Meistaradeildinni á Anfield leikvanginum á móti Villarreal í kvöld en þessi heimsfrægi leikvangur nær þó ekki lágmarki UEFA fyrir Evrópumótið í fótbolta. Knattspyrnusamband Evrópu er með strangar reglur þegar kemur að því að halda leiki á Evrópumótinu í fótbolta reyndar bara fyrir karlamótið því eins og við Íslendingum þekkjum þá er í lagi að setja leiki á EM kvenna á litla æfingavelli. Það myndu nú flestir halda að Anfield næði að uppfylla gæðakröfur sambandsins en annað er að koma á daginn. Enskir miðlar slá því upp að Anfield verði skilinn út undan þegar ákveðið á hvaða völlum verði spilað á Evrópumótinu á Bretlandseyjum 2028. Alls verða valdir fimmtán leikvangar þar af tíu á Englandi. Þrátt fyrir að vera einn frægasti leikvangur landsins þá veður Anfield ekki í þessum hópi og ástæðan er stærð grasflatarins. Lágmarkskröfur fyrir leikvang að halda leiki á EM er að vera með grasflöt sem getur hýst leikvang sem er að lágmarki 105 metrar á lengd og 68 metrar á breidd. Anfield leikvangurinn er bara 101 metri á lengd á milli Kop-stúkunnar og stúkunnar við Anfield sem er nú unnið að því að stækka. Stærri stúka mun þó ekki leysa vandamálið því leikflöturinn mun ekkert stækka þótt að stúkan stækki. Enska knattspyrnusambandið á að hafa látið Liverpool-menn vita af því að af þessum sökum komi Anfield ekki til greina. Eina leiðin fyrir Liverpool borg að hýsa leiki er að Everton takist að klára nýja Bramley Moore leikvanginn í tíma. Sá leikvangur á að vera tekinn í notkun fyrir 2024-25 tímabilið og eru góðar líkur á því. Enski boltinn Bretland Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er með strangar reglur þegar kemur að því að halda leiki á Evrópumótinu í fótbolta reyndar bara fyrir karlamótið því eins og við Íslendingum þekkjum þá er í lagi að setja leiki á EM kvenna á litla æfingavelli. Það myndu nú flestir halda að Anfield næði að uppfylla gæðakröfur sambandsins en annað er að koma á daginn. Enskir miðlar slá því upp að Anfield verði skilinn út undan þegar ákveðið á hvaða völlum verði spilað á Evrópumótinu á Bretlandseyjum 2028. Alls verða valdir fimmtán leikvangar þar af tíu á Englandi. Þrátt fyrir að vera einn frægasti leikvangur landsins þá veður Anfield ekki í þessum hópi og ástæðan er stærð grasflatarins. Lágmarkskröfur fyrir leikvang að halda leiki á EM er að vera með grasflöt sem getur hýst leikvang sem er að lágmarki 105 metrar á lengd og 68 metrar á breidd. Anfield leikvangurinn er bara 101 metri á lengd á milli Kop-stúkunnar og stúkunnar við Anfield sem er nú unnið að því að stækka. Stærri stúka mun þó ekki leysa vandamálið því leikflöturinn mun ekkert stækka þótt að stúkan stækki. Enska knattspyrnusambandið á að hafa látið Liverpool-menn vita af því að af þessum sökum komi Anfield ekki til greina. Eina leiðin fyrir Liverpool borg að hýsa leiki er að Everton takist að klára nýja Bramley Moore leikvanginn í tíma. Sá leikvangur á að vera tekinn í notkun fyrir 2024-25 tímabilið og eru góðar líkur á því.
Enski boltinn Bretland Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira