Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að meðal umfangsmikilla áherslumála ríkisstjórnarinnar sem snerti málefnasvið flestra ráðuneyta séu sjálfbærni, réttlát umskipti og aukin samkeppnishæfni.
Dagný sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2003 til 2007, en hún var þingmaður Norðausturkjördæmis.
Dagný er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands en hún hefur síðastliðin fjögur ár starfað sem sérfræðingur á upplýsinga- og kynningarsviði Kennarasambands Íslands. Áður starfaði Dagný meðal annars sem verkefnastjóri á kynningar- og markaðssviði Eimskips og sérfræðingur í markaðsdeild Arion banka.
Þá kemur fram í tilkynningunni að Henný Hinz hafi verið endurráðin í stöðu aðstoðarmanns ríkisstjórnarinnar á sviði vinnumarkaðs-, efnahags- og loftslagsmála. Hún hefur gengt þeirri stöðu frá hausinu 2020 en áður starfaði Henný, sem er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, hjá Alþýðusambandi Íslands þar af sem deildarstjóri hagdeildar frá 2016.