„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bjarki Sigurðsson og Snorri Másson skrifa 25. apríl 2022 22:09 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. Bryndís ræddi við fréttastofu í dag um lækkandi traust til ráðherra ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar. „Nei, ekkert sérstaklega,“ segir Bryndís aðspurð hvort lækkandi traust komi henni á óvart. „Við erum stödd á þeim stað í umræðunni og hún hefur verið mjög hörð á samfélagsmiðlum og úti í samfélaginu. Alls konar sögur hafa verið að fljúga um samfélagið og nú er það verk að vinna.“ Hún segir að nú þurfi að koma á framfæri því góða sem gekk upp við söluna. „Stóra myndin gekk mjög vel í þessu en það eru atriði sem við verðum að rannsaka og við verðum að fá svör við hér á þingi. Meðal annars þurfum við Bankasýsluna í lið með okkur í því að svara þessum spurningum,“ segir Bryndís. „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar.“ Viðtalið við Sigmund Davíð og Bryndísi hefst þegar um 3:30 eru liðnar af myndbandinu hér fyrir neðan. Laskað traust kemur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, heldur ekki á óvart. Hann vill þó meina að traust til ráðherrana hefði alltaf farið minnkandi, þrátt fyrir ef engin bankasala hefði átt sér stað. „Ég held að fylgið eða stuðningurinn hefði alltaf farið minnkandi eftir að þau höfðu ekki lengur Covid-skjólið sem þeim hefur liðið ágætlega í í tvö ár. Nú er allt í einu byrjuð aftur pólitísk umræða á Íslandi og það er ekki sérgrein þessarar ríkisstjórnar að ræða pólitík,“ segir Sigmundur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Bryndís ræddi við fréttastofu í dag um lækkandi traust til ráðherra ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar. „Nei, ekkert sérstaklega,“ segir Bryndís aðspurð hvort lækkandi traust komi henni á óvart. „Við erum stödd á þeim stað í umræðunni og hún hefur verið mjög hörð á samfélagsmiðlum og úti í samfélaginu. Alls konar sögur hafa verið að fljúga um samfélagið og nú er það verk að vinna.“ Hún segir að nú þurfi að koma á framfæri því góða sem gekk upp við söluna. „Stóra myndin gekk mjög vel í þessu en það eru atriði sem við verðum að rannsaka og við verðum að fá svör við hér á þingi. Meðal annars þurfum við Bankasýsluna í lið með okkur í því að svara þessum spurningum,“ segir Bryndís. „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar.“ Viðtalið við Sigmund Davíð og Bryndísi hefst þegar um 3:30 eru liðnar af myndbandinu hér fyrir neðan. Laskað traust kemur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, heldur ekki á óvart. Hann vill þó meina að traust til ráðherrana hefði alltaf farið minnkandi, þrátt fyrir ef engin bankasala hefði átt sér stað. „Ég held að fylgið eða stuðningurinn hefði alltaf farið minnkandi eftir að þau höfðu ekki lengur Covid-skjólið sem þeim hefur liðið ágætlega í í tvö ár. Nú er allt í einu byrjuð aftur pólitísk umræða á Íslandi og það er ekki sérgrein þessarar ríkisstjórnar að ræða pólitík,“ segir Sigmundur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55