„Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. apríl 2022 19:32 Kristrún Frostadóttir og Bjarni Benediktsson tókust á Alþingi í dag. Vísir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu Á Alþingi í dag flutti Bjarni munnlega skýrslu um sölu ríkisins á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sagði Bjarni að almennt hefði salan gengið vel, þó að nokkrir annmarkar hafi verið á henni, sem verið væri að kanna. Þingmönnum gafst kostur á að veita Bjarna andsvar. Þingmönnum var heitt í hamsi en mestur hiti færðist í leikinn þegar Kristrún veitti andsvar fyrir hálfu Samfylkingarinnar. Enn er verið að ræða söluna á Íslandsbanka. Horfa má á útsendinguna hér að neðan. Í ræðu hennar gerði hún það að umtalsefni að einhverjir af þeim sem fengu að taka þátt í útboðinu hafi verið skammtímafjárfestar. „Þetta auðvitað stenst enga skoðun að halda aftur af kaupum lífeyrissjóða sem eru að fjárfesta fyrir almenningssparnað til þess eins að hleypa þeim að nokkrum dögum seinna. Og einhverjir tugir einstaklingar geta komið að og tekið snúning,“ sagði Kristrún. Sakaði Bjarna um að hafa bara eitt að leiðarljósi Sakaði hún Bjarna um að hafa haft það eitt að leiðarljósi að fá fimmtíu milljarða í ríkiskassann. „Af þessari yfirferð virðist að einfaldlega ljóst að fjármálaráðherra virðist fyrst og fremst hafa fundist skipta mestu máli hvað hann fékk, 50 milljarða, ekki hver eignaðist hann, hver hagnaðist á útboðinu og finnst ekkert við þetta athugavert. Fyrir mér er það risastórt vandamál,“ sagði Kristrún. Bjarni á þingi í dag.Vísir/Vilhelm Bjarni fékk tækifæri til að svara ræðu Kristrúnar. Spurði hann Kristrúnu hvort hún vildi halda Bankasýslunni áfram starfandi og hvaða athugasemdir hún hafi gert í þinglegri meðferð málsins við undirbúning sölunnar. „Ég ætla að lýsa mig ósammála því sem háttvirtur þingmaður segir um að það sé lögbrot að setja ekki lágmarksþátttöku,“sagði Bjarni. „Ég sagði það ekki,“ greip Kristrún þá fram í úr sal. „Það er ekki annað hægt að skilja,“ sagði Bjarni áður en hann bað forseta um frið til að halda ræðu sína. Bað um lyklana Kristrún steig síðar upp í pontu og gerði athugasemdir við að Bjarni hafi sagt að hún hafi ekki gert athugasemdir við þinglega meðferð málsins. „Varðandi af hverju ég sem stakur þingmaður sá ekki fyrir að hæstvirtur fjármálaráðherra myndi hér leggja til vegferð sem er svo út úr kú við hefðbunda venju í tilboðsferli, finnst mér ansi merkilegt,“ sagði Kristrún. Sneri hún sér þá að Bjarna og spurði hann: „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Ætla má að þar hafi hún átt við lyklana að fjármálaráðuneytinu. Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Fleiri fréttir Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Sjá meira
Á Alþingi í dag flutti Bjarni munnlega skýrslu um sölu ríkisins á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sagði Bjarni að almennt hefði salan gengið vel, þó að nokkrir annmarkar hafi verið á henni, sem verið væri að kanna. Þingmönnum gafst kostur á að veita Bjarna andsvar. Þingmönnum var heitt í hamsi en mestur hiti færðist í leikinn þegar Kristrún veitti andsvar fyrir hálfu Samfylkingarinnar. Enn er verið að ræða söluna á Íslandsbanka. Horfa má á útsendinguna hér að neðan. Í ræðu hennar gerði hún það að umtalsefni að einhverjir af þeim sem fengu að taka þátt í útboðinu hafi verið skammtímafjárfestar. „Þetta auðvitað stenst enga skoðun að halda aftur af kaupum lífeyrissjóða sem eru að fjárfesta fyrir almenningssparnað til þess eins að hleypa þeim að nokkrum dögum seinna. Og einhverjir tugir einstaklingar geta komið að og tekið snúning,“ sagði Kristrún. Sakaði Bjarna um að hafa bara eitt að leiðarljósi Sakaði hún Bjarna um að hafa haft það eitt að leiðarljósi að fá fimmtíu milljarða í ríkiskassann. „Af þessari yfirferð virðist að einfaldlega ljóst að fjármálaráðherra virðist fyrst og fremst hafa fundist skipta mestu máli hvað hann fékk, 50 milljarða, ekki hver eignaðist hann, hver hagnaðist á útboðinu og finnst ekkert við þetta athugavert. Fyrir mér er það risastórt vandamál,“ sagði Kristrún. Bjarni á þingi í dag.Vísir/Vilhelm Bjarni fékk tækifæri til að svara ræðu Kristrúnar. Spurði hann Kristrúnu hvort hún vildi halda Bankasýslunni áfram starfandi og hvaða athugasemdir hún hafi gert í þinglegri meðferð málsins við undirbúning sölunnar. „Ég ætla að lýsa mig ósammála því sem háttvirtur þingmaður segir um að það sé lögbrot að setja ekki lágmarksþátttöku,“sagði Bjarni. „Ég sagði það ekki,“ greip Kristrún þá fram í úr sal. „Það er ekki annað hægt að skilja,“ sagði Bjarni áður en hann bað forseta um frið til að halda ræðu sína. Bað um lyklana Kristrún steig síðar upp í pontu og gerði athugasemdir við að Bjarni hafi sagt að hún hafi ekki gert athugasemdir við þinglega meðferð málsins. „Varðandi af hverju ég sem stakur þingmaður sá ekki fyrir að hæstvirtur fjármálaráðherra myndi hér leggja til vegferð sem er svo út úr kú við hefðbunda venju í tilboðsferli, finnst mér ansi merkilegt,“ sagði Kristrún. Sneri hún sér þá að Bjarna og spurði hann: „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Ætla má að þar hafi hún átt við lyklana að fjármálaráðuneytinu.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Fleiri fréttir Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Sjá meira
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00