„Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. apríl 2022 19:32 Kristrún Frostadóttir og Bjarni Benediktsson tókust á Alþingi í dag. Vísir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu Á Alþingi í dag flutti Bjarni munnlega skýrslu um sölu ríkisins á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sagði Bjarni að almennt hefði salan gengið vel, þó að nokkrir annmarkar hafi verið á henni, sem verið væri að kanna. Þingmönnum gafst kostur á að veita Bjarna andsvar. Þingmönnum var heitt í hamsi en mestur hiti færðist í leikinn þegar Kristrún veitti andsvar fyrir hálfu Samfylkingarinnar. Enn er verið að ræða söluna á Íslandsbanka. Horfa má á útsendinguna hér að neðan. Í ræðu hennar gerði hún það að umtalsefni að einhverjir af þeim sem fengu að taka þátt í útboðinu hafi verið skammtímafjárfestar. „Þetta auðvitað stenst enga skoðun að halda aftur af kaupum lífeyrissjóða sem eru að fjárfesta fyrir almenningssparnað til þess eins að hleypa þeim að nokkrum dögum seinna. Og einhverjir tugir einstaklingar geta komið að og tekið snúning,“ sagði Kristrún. Sakaði Bjarna um að hafa bara eitt að leiðarljósi Sakaði hún Bjarna um að hafa haft það eitt að leiðarljósi að fá fimmtíu milljarða í ríkiskassann. „Af þessari yfirferð virðist að einfaldlega ljóst að fjármálaráðherra virðist fyrst og fremst hafa fundist skipta mestu máli hvað hann fékk, 50 milljarða, ekki hver eignaðist hann, hver hagnaðist á útboðinu og finnst ekkert við þetta athugavert. Fyrir mér er það risastórt vandamál,“ sagði Kristrún. Bjarni á þingi í dag.Vísir/Vilhelm Bjarni fékk tækifæri til að svara ræðu Kristrúnar. Spurði hann Kristrúnu hvort hún vildi halda Bankasýslunni áfram starfandi og hvaða athugasemdir hún hafi gert í þinglegri meðferð málsins við undirbúning sölunnar. „Ég ætla að lýsa mig ósammála því sem háttvirtur þingmaður segir um að það sé lögbrot að setja ekki lágmarksþátttöku,“sagði Bjarni. „Ég sagði það ekki,“ greip Kristrún þá fram í úr sal. „Það er ekki annað hægt að skilja,“ sagði Bjarni áður en hann bað forseta um frið til að halda ræðu sína. Bað um lyklana Kristrún steig síðar upp í pontu og gerði athugasemdir við að Bjarni hafi sagt að hún hafi ekki gert athugasemdir við þinglega meðferð málsins. „Varðandi af hverju ég sem stakur þingmaður sá ekki fyrir að hæstvirtur fjármálaráðherra myndi hér leggja til vegferð sem er svo út úr kú við hefðbunda venju í tilboðsferli, finnst mér ansi merkilegt,“ sagði Kristrún. Sneri hún sér þá að Bjarna og spurði hann: „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Ætla má að þar hafi hún átt við lyklana að fjármálaráðuneytinu. Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Á Alþingi í dag flutti Bjarni munnlega skýrslu um sölu ríkisins á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sagði Bjarni að almennt hefði salan gengið vel, þó að nokkrir annmarkar hafi verið á henni, sem verið væri að kanna. Þingmönnum gafst kostur á að veita Bjarna andsvar. Þingmönnum var heitt í hamsi en mestur hiti færðist í leikinn þegar Kristrún veitti andsvar fyrir hálfu Samfylkingarinnar. Enn er verið að ræða söluna á Íslandsbanka. Horfa má á útsendinguna hér að neðan. Í ræðu hennar gerði hún það að umtalsefni að einhverjir af þeim sem fengu að taka þátt í útboðinu hafi verið skammtímafjárfestar. „Þetta auðvitað stenst enga skoðun að halda aftur af kaupum lífeyrissjóða sem eru að fjárfesta fyrir almenningssparnað til þess eins að hleypa þeim að nokkrum dögum seinna. Og einhverjir tugir einstaklingar geta komið að og tekið snúning,“ sagði Kristrún. Sakaði Bjarna um að hafa bara eitt að leiðarljósi Sakaði hún Bjarna um að hafa haft það eitt að leiðarljósi að fá fimmtíu milljarða í ríkiskassann. „Af þessari yfirferð virðist að einfaldlega ljóst að fjármálaráðherra virðist fyrst og fremst hafa fundist skipta mestu máli hvað hann fékk, 50 milljarða, ekki hver eignaðist hann, hver hagnaðist á útboðinu og finnst ekkert við þetta athugavert. Fyrir mér er það risastórt vandamál,“ sagði Kristrún. Bjarni á þingi í dag.Vísir/Vilhelm Bjarni fékk tækifæri til að svara ræðu Kristrúnar. Spurði hann Kristrúnu hvort hún vildi halda Bankasýslunni áfram starfandi og hvaða athugasemdir hún hafi gert í þinglegri meðferð málsins við undirbúning sölunnar. „Ég ætla að lýsa mig ósammála því sem háttvirtur þingmaður segir um að það sé lögbrot að setja ekki lágmarksþátttöku,“sagði Bjarni. „Ég sagði það ekki,“ greip Kristrún þá fram í úr sal. „Það er ekki annað hægt að skilja,“ sagði Bjarni áður en hann bað forseta um frið til að halda ræðu sína. Bað um lyklana Kristrún steig síðar upp í pontu og gerði athugasemdir við að Bjarni hafi sagt að hún hafi ekki gert athugasemdir við þinglega meðferð málsins. „Varðandi af hverju ég sem stakur þingmaður sá ekki fyrir að hæstvirtur fjármálaráðherra myndi hér leggja til vegferð sem er svo út úr kú við hefðbunda venju í tilboðsferli, finnst mér ansi merkilegt,“ sagði Kristrún. Sneri hún sér þá að Bjarna og spurði hann: „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Ætla má að þar hafi hún átt við lyklana að fjármálaráðuneytinu.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00