Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. apríl 2022 07:37 Ástæða frestunarinnar er sögð vera að minnisblað sem hafi verið óskað eftir frá Bankasýslunni væri ekki tilbúið. Vísir/Vilhelm Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. Seint í gærkvöldi birtist síðan tilkynning á heimasíðu Alþingis þar sem segir að fundinum hafi verið frestað fram á miðvikudag að beiðni Bankasýslunnar og hefst hann klukkan níu. Í Morgunblaðinu í morgun segir að ástæða frestunarinnar hafi verið sú að minnisblað sem óskað hafði verið eftir frá Bankasýslunni sé ekki tilbúið. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á sæti í nefndinni.Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt frestun fundarins. Harðorðir þingmenn Þorbjörg Sigríður er harðorð í gagn Bankasýslunnar í færslu á Facebook-síðu sinni og segir að það sé ekkert annað en ævintýraleg vanvirðing við fólk í landinu og eftirlitshlutverk þingsins að afboða sig á fundinn. „Algjörlega óþolandi vinnubrögð.“ Björn Leví er sömuleiðis allt annað en sáttur. „Einhver fyrirsláttur um að skýrsla sem þau eru búin að hafa rúman tíma til að klára sé ekki tilbúin og verði ekki tilbúin fyrr en á þriðjudaginn. Frestast til miðvikudags ... og dýrmætum tíma þingsins sóað.“ ... og Bankasýslan mætir ekki á opinn fund á morgun. Einhver fyrirsláttur um að skýrsla sem þau eru búin að hafa rúman tíma til að klára sé ekki tilbúin og verði ekki tilbúin fyrr en á þriðjudaginn. Frestast til miðvikudags ... og dýrmætum tíma þingsins sóað.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) April 24, 2022 Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Seint í gærkvöldi birtist síðan tilkynning á heimasíðu Alþingis þar sem segir að fundinum hafi verið frestað fram á miðvikudag að beiðni Bankasýslunnar og hefst hann klukkan níu. Í Morgunblaðinu í morgun segir að ástæða frestunarinnar hafi verið sú að minnisblað sem óskað hafði verið eftir frá Bankasýslunni sé ekki tilbúið. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á sæti í nefndinni.Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt frestun fundarins. Harðorðir þingmenn Þorbjörg Sigríður er harðorð í gagn Bankasýslunnar í færslu á Facebook-síðu sinni og segir að það sé ekkert annað en ævintýraleg vanvirðing við fólk í landinu og eftirlitshlutverk þingsins að afboða sig á fundinn. „Algjörlega óþolandi vinnubrögð.“ Björn Leví er sömuleiðis allt annað en sáttur. „Einhver fyrirsláttur um að skýrsla sem þau eru búin að hafa rúman tíma til að klára sé ekki tilbúin og verði ekki tilbúin fyrr en á þriðjudaginn. Frestast til miðvikudags ... og dýrmætum tíma þingsins sóað.“ ... og Bankasýslan mætir ekki á opinn fund á morgun. Einhver fyrirsláttur um að skýrsla sem þau eru búin að hafa rúman tíma til að klára sé ekki tilbúin og verði ekki tilbúin fyrr en á þriðjudaginn. Frestast til miðvikudags ... og dýrmætum tíma þingsins sóað.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) April 24, 2022
Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00