Enski boltinn

Joelinton með tvennu í sigri Newcastle | Markalaust í Leicester

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brasilískir dagar í Newcastle.
Brasilískir dagar í Newcastle. vísir/Getty

Fall blasir við Norwich eftir að liðið steinlág fyrir Newcastle á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Brasilíumaðurinn Joelinton fékk aftur tækifæri í sóknarlínu Newcastle eftir að hafa spilað talsvert sem miðjumaður á tímabilinu og hann nýtti það vel því hann kom Newcastle í 0-2 forystu í fyrri hálfleik.

Annar Brasilímaður, Bruno Guimaraes, hefur verið stórkostlegur fyrir Newcastle að undanförnu og hann gerði endanlega út um leikinn með marki á 49.mínútu.

0-3 sigur Newcastle staðreynd og hefur liðið nú unnið fjóra leiki í röð.

Á sama tíma gerðu Leicester og Aston Villa markalaust jafntefli en bæði þessi lið sigla lygnan sjó um miðja deild og útlit fyrir að þau muni hafa að litlu að keppa í lokaumferðum mótsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.