Enski boltinn

Rangnick: Meistaradeildarsætið alveg farið

Atli Arason skrifar
Ralf Rangnick
Ralf Rangnick EPA-EFE/PETER POWELL

Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, var niðurlútur eftir 3-1 tap sinna manna gegn Arsenal í dag. Þjóðverjinn stóð ekki á svörum aðspurður að því hvort að vonir United að ná Meistaradeildarsæti væru nú farnar. United er sex stigum á eftir Arsenal þegar fjórir leikir eru eftir.

„Já ég held það. Fyrir leikinn í dag var ólíklegt að við myndum ná topp fjórum en eftir úrslitin í dag er fjórða sætið alveg farið,“ sagði Rangnick í viðtali á BT sport eftir leik.

„Eini gallinn við leik okkar í dag var að við vörðumst ekki nógu vel bæði inn í og við vítateiginn. Það átti við í öllum mörkunum sem við fengum á okkur í dag.“

Rangnick var alls ekki ánægður með Craig Pawson, dómara leiksins og teymið hans í dag.

„Við vorum heldur ekki heppnir með myndbandsdómana. Þriðja mark Arsenal var augljóslega rangstaða og seinna mark Ronaldo var ekki rangstaða. Svo var líka annað atvik í fyrri hálfleik þar sem leikmaður Arsenal handleikur boltann inn í teig. Við vorum ekki ánægðir með dómgæsluna í dag.“

Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, klikkaði á vítaspyrnu í stöðunni 2-1. Það hefði mögulega breytt öllu ef hann hefði skorað að mati Rangnick.

„Það hefði hjálpað okkur að jafna úr vítaspyrnunni og mögulega hefði það breytt öllum leiknum. Það gekk samt ekki því boltinn fór í stöngina en við skutum alls tvisvar í stöngina og einu sinni í þverslánna í leiknum, við vorum óheppnir,“ sagði Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×