Erlent

Tíu saknað eftir annað námu­slysið á fjórum dögum í Pól­landi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sjúkraþyrlur bíður eftir slösuðum eftir sprenginguna sem varð í Pniowek kolanámunni í bænum Pawlowice á miðvikudag.
Sjúkraþyrlur bíður eftir slösuðum eftir sprenginguna sem varð í Pniowek kolanámunni í bænum Pawlowice á miðvikudag. Vísir/AP

Tíu er saknað eftir slys sem varð í Borynia-Zofiowka kolanámunni í suðurhluta Póllands í nótt. Þetta er annað kolanámuslysið í Póllandi á aðeins fjórum dögum en fimm létust og sjö er saknað eftir slys á miðvikudag.

Ekkert samband hefur náðst við tíu kolaverkamenn eftir jarðskjálfta sem olli leka á metangasi í Borynia-Zofiowka kolanámunni nótt. Slystð átti sér stað á tæplega eins kílómetra dýpi en fimmtíu og tveir starfsmenn voru við störf á svæðinu og komust fjörtíu og tveir af sjálfsdáðum úr námunni.

Á miðvikudag létust fimm í metangassprengingu í Pniowek kolanámunni og sjö er enn saknað. Báðar námurnar eru í eigu JSW námufyrirtækisins.

Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands skrifaði um atvikið í nótt á Twittersíðu sinni og sagði að fjölskyldur þeirra sem saknað er myndu fá alla þá hjálp sem þau þyrftu.

Námuslys hafa verið nokkuð algeng í Póllandi á síðustu árum en árið 2018 létust fimm í slysi í Zofiowka námunni og þá létust tveir í slysi sem varð í mars í fyrra í Myslowice-Wesola námunni í suðurhluta landins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×